Þann 11.desember 2008 gerði suðaustan hvell. Fylgdi þessu mikil rigning með mjög snörpum vindhviðum. Hófst veðrið um kl 18 og var því lokið um miðnætti. Milli kl 21:30 og 22 fór ég út á Sundahafnarsvæðið á verkstæðisbílnum og hljóðritaði ósköpin inni í bílnum. Gámastæður höfðu fokið eins og pappakassar með tilheyrandi tjóni, þakklæðing á Vöruhóteli Eimskips hafði einnig skemmst. Þá var gámasvæðið allt meira og minna á floti þar sem niðurföllin höfðu ekki undan að svelgja regnvatnið. Það var því bæði hættulegt og skuggalegt að fara út í þennan veðurofsa. Upptakan er gerð á Olympus LS10 og á innbyggðu hljóðnemana í 44,1 kHz /16 bit sniði. Myndin er tekin í Sundahöfn við svipaðar veðuraðstæður.
Sækja MP3 skrá (128kbps / 4,6Mb)
Skildu eftir svar - Enter your comment