Áramótin 2011-2012 voru heldur óvenjuleg þetta skiptið þar sem ég dvaldi með tengdafjölsyldu minni á Tenerife. Eins og á Íslandi þá var skotið upp flugeldum. En á Tenerife er það ekki almennt almenningur sem skítur upp flugeldum heldur sjá hótelin um það, allavega á suðvestur horni eyjarinnar. Á H10 Conquistador hótelinu þar sem ég gisti hafði flugeldum verið skotið upp á Jóladag í tveimur tilkomumiklum sýningum. Hótelið var því ekki með flugeldaskothríð á áramótum. Þess í stað sáu nágrannahótelin um það.
Hljóðnemarnir voru á svölum á 4 hæð og snéru til norðurs. Staðsetningin var því ekki upp á hið besta til að fanga flugeldana sjálfa, en það sem einkennir þessa hljóðritun er skemmtilegt bergmál sprengingana frá eldfjallinu Teide og háum hótelbyggingum. Flugeldasýningin á Las Américas var þægilega hófstillt miðað við íslenska gauraganginn þar sem venja er að upplifunin hverfi í ofboðslegum hávaða og þykkum eitruðum reyk.
Varúð! Þessi upptaka getur skaðað heyrn og hátalara á háum styrk
______________________________________________
New year’s eve at Las Américas, Tenerife
I spent new years eve 2011-2012 at Tenerife. It gave me a nice opportunity to compare the fire works between Tenerife and Iceland. The microphones was based on balcony´s 4th flour at H10 Conquistador hotel, facing to north. It was not the best location to record the fireworks it self, but instead it picked up a nice echo from Mt. Teide and some large buildings in the area (sounds like a thunder).
This session start three minutes before midnight.
Warning! This recording can damage hearing and speakers on high volume.
Short version
Download mp3 file. (192kbps / 1,8Mb)
Long version
Download mp3 file. (192kbps / 24.9Mb)
Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48K)
Mics: Sennheiser ME62 30cm/110°
Pix: Canon 30D
Listen to Fireworks in Iceland