Sú daufa hljóðmynd sem ég náði af nýliðnum áramótunum 2010 til 2011 varð til þess að ég fór að hugsa hvort minna hefði verið skotið af flugeldum nú en áður. Ekki átti ég upptöku af áramótunum 2007-2008. Þau ármót voru þau geggjuðustu sem ég hafði upplifað. Þá hvarf höfuðborgarsvæðið allt í eiturmóðu svo mér og eflaust öðrum lá við yfirliði. Mengunin var slík að ég náði ekki einu sinni nothæfum myndum frá þeim áramótum.
Áramótin 2009-2010 voru svo heldur rólegri.
Myndin hér að ofan er skjámynd úr hljóðvinnslu sem sýnir á myndrænan hátt samanburðinn á áramótum í um klukkutíma. Í efri steríó hljóðrásinni eru áramótin 2008-2009 og fyrir neðan er hljóðrásin frá síðustu áramótum 2010-2011.
Margt getur haft áhrif á að síðustu áramót hafi verið svona lágstemmd. Líklega þyrfti ekki annað til en að tveir til fjórir skotglaðir menn í hverfinu hafi verið að heiman þetta kvöld. Þá má líka vera að upptökurnar séu ekki alveg sambærilegar þar sem ekki var notast við sömu hljóðnema eða uppsetningu þeirra. Skráarsnið eru lika ólík.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum.
___________________________________
Comparison of fireworks during the new years eve 2008-2009 and 2010-2011.
Both recordings are made at the same time and at same place during midnight on the New Years Eve.
The picture above shows far more were shot by fireworks the year 2008-2009 (upper stereo tracks) than the year 2010-2011 (lower stereo track). Both tracks shows one hour sound files
Comparison is probably not entirely comparable since the use of various types of microphones. But it can be clearly heard several more explosions at 2008-2009.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.
2008-2009 sound track
Recorder: Korg MR1000 (DSD 1Bit/5,644Mhz)
Mic: Rode NT2000 ( 180° NOS setup, 40 cm apart )
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 17,6Mb)
2010-2011 sound track. (Áramót 2010-2011)
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Rode NT45 ( Omni, 90 cm apart )
Picture: Canon EOS30D
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 10,5Mb)