One year ago I published the first part of this calm seashore recording. It is therefore now a good reason to publish the rest of this beautiful recording.
This recording was made close to Holtstangi in Önundafjörður, in the north vest of Iceland 19th of June 2012 after midnight.
For those who like to get this recording in full length (42 min.) and quality can order it at Very quiet records.
Quality headphones are recommended while listening at low level.
Bryggjan við Holtstanga. 2. hluti
Hér kemur seinni hluti upptöku sem sett var á vefinn fyrir ári síðan.
Upptakan var gerð undir bryggju vestan við Holtstanga innst inni í Önundafirði 19. júní 2012.
Fyrir þá sem langar að eignast upptökuna í fullri lengd og gæðum geta sótt upptökuna hjá útgáfu Very quiet records.
Mælt er með því að hlusta á þessa upptöku í góðum heyrnartólum og á lágum hljóðstyrk.
In Önundarfjörður (fjord) northwest of Iceland is a small village, Flateyri. During the winter, avalanches are falling in the mountains all around the fjord.
In Oktober 1995 a huge avalanche hit Flateyri. Many houses were wiped away and 20 died. Several other avalanches and the crazy weather closed the road to the village so the only way for rescue team was from sea.
The first rescue unit pass a molded 45 years old dock in the bottom of the fjord at Holtstangi. This dock was made in 1950 for security reason if avalanches close the road and other communication to Flateyri
This terrible avalanche in the October night 1995, shows how important this dock was for the community, so it was rebuilt in the spring 1996.
This recording was made in the beach close to this dock 19th of June 2012
Bryggjan við Holtstanga 1. hluti
Ferjubryggja hefur lengið verið að Holti í Önundarfirði. Bryggjan var og er fyrst og fremst öryggisaðstaða fyrir Flateyringa, vegna þess hvað vegasamband um Hvilftarhlíð er ótryggt vegna snjóflóðahættu. Kom notagildi hennar berlega í ljós þegar snjóflóðið féll á Flateyri í október 1995.
Bryggjan var þá orðin 45 ára gömul og mikið fúin. Var því gripið til þess ráðs um vorið 1996 að endurbyggja bryggjuna og þá úr fúavörðum viði.
Hljóðritið sem hér má heyra ver tekið upp um miðnætti í fjörunni við hliðina á bryggjuni 19. júní 2012.
Um hvítasunnu þann 24. maí 2010 fór ég vestur á Flateyri og auðvitað fóru upptökutækin með. Fáir fuglar voru á sveimi í firðinum, kalt í veðri, með norðan kalda yfir daginn svo hljóð frá fuglum bárust lítið um fjörðinn. Yfir blánóttina lægði. Mátti þá helst heyra í hópum máffugla úti á miðjum firði suður og austur af Flateyri.
Ýmislegt hefur gengið á í Önundarfirði. Flestum er í minni snjóflóðið á Flateyri 1995 þar sem 20 fórust. Einnig hafa orðið mannskæð sjóslys, eitt hið mesta árið 1812, þegar sjö bátar týndust í einum og sama róðri. Fórust með þeim um 50 manns sem skildu eftir sig 16 ekkjur í sveitinni. Svo undarlega hafði brugðið við, að bæði vikurnar á undan og eftir var algert aflaleysi í firðinum en daginn, sem bátarnir fórust var mokveiði og allir fylltu báta sína á skammri stundu. Þeir fórust, sem ekki köstuðu fisknum fyrir borð.
Í Önundarfirði eru fjórir bæir, allir með sama nafninu; Kirkjuból, og mun slíkt einsdæmi í nokkurri einstakri byggð á landinu.
Þennan vordag sem ég hljóðritaði reru örfáar trillur til fiskjar. Voru það helst útlendingar sem leigðu bátana fyrir sjóstangveiði. Heyra má í einum þessara báta á leið út á miðin í meðfylgjandi hljóðriti. Hljóðnemar voru staðsettir í fjörunni fremst á tanganum sunnan við fiskvinnsluhúsin á Flateyri.
_________________________________
Sound scape with waves at seashore, some birds and engine noise. A small fishing boat pass the recording place at Flateyri in Önundafjordur north-west of Iceland.
Flateyri is a village with a population of approximately 300, it is the largest settlement on Önundarfjörður.
Flateyri has been a trading post since 1792, and temporarily became a major whaling center in the 19th century.
In October 1995 an avalanche hit the village, destroying 29 homes and killing 20 people. Since then a deflecting dam has been built to protect the village from any further avalanches.
Recorder: Korg MR1000 24bit/96Khz
Mic: Sennheiser ME62, NOS setup, 40cm apart /90°
Pictures: Canon 30D and Nokia N82