Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Haglél’

Ekki er hægt að segja að veðrið hafi verið skemmtilegt það sem af er aprílmánuði.  Kuldi, hávaðarok og leiðinda rigning eða éljagangur.
Einn versti dagurinn var líklega 10. apríl. Þá gerði hávaðaútsýning um allt land, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Margir urðu veðurtepptir víða um land. Útihús og þök fuku og tré brotnuðu í görðum, þar á meðal í garðinum mínum. Á meðan mest gekk á var ég víðs fjarri á ofboðslegu tertu- og kökuáti í fermingarveislu. Þegar heim var komið var garðurinn í rúst og veðrið gengið niður. En áfram gekk þó á með hvössum éljum svo það buldi á húsinu á meðan á því gekk. Ég setti því hljóðnema upp á háaloft þar sem greinilega mátti heyra það sem á þakið féll.

________________________________

Waiting for the spring.
Hail storm recorded in storage under a roof.
Recorder: Sound devices 552. 24bit/48khz
Mics: Rode NT1a (NOS 90°/30cm)
Pix: Canon 30D

Sækja mp3 skrá  (192kbps / 14,5mb)

Read Full Post »