Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að heyrast í flugumferð.
Þeir sem telja sig þekkja fuglana sem heyrist í, ættu endilega að segja frá því með því að smella á linkinn hér fyrir neðan; “ Skildu eftir svar“.
_____________________________________________
Nature reserve in Flói 2011 – Part 2
This recording is almost straight continue from “Nature reserve in Flói 2011 – Part 1” published last November.
This part was recorded between 2am and 3am.
Now is less car traffic but instead two airplanes pass by.
Quality headphones are recommend while listening.
If you know the birds in this recording, you are welcome to write the name of them in “Leave a Comment“.
Short version
Download mp3 file (192kbps /2,7Mb)
Long version
Download mp3 file (192kbps / 41,2Mb)
Recorder: Korg MR1000 w/Sound devises 552 mixer. 24bit/48Khz
Mics: Rode NT1a. NOS setup 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)
Þetta er hrein snilld. Þú hefur náð fjölmörgum fuglum eins og nokkrum andartegundum, grágæs, himbrima og svo framvegis. Sennilega er himbrimahljóðritið með því besta sem hljóðritað hefur verið hér á landi síðan árið 1954. Synd er hvað þoturnar eyðileggja hljóðritið á nokkrum stöðum. Það er hægt að laga án þess að spilla nokkru.
Takk fyrir þetta Arnþór.
Eins og vanalega er ég aldrei sáttur. Ég mun því reyna gera enn betur næst. Vandinn er þessi mikla fjarlægð við fuglana. Það verður því að hækka allt í botn sem er mikill galli. Fyrir utan mikið suð sem ég hef ekki enn tök á því að hreinsa þá brenglast hljóðin í svona miklum vegalengdum. Ef svo hreyfir vind þá brenglast hljóðin enn meira og jafnvel hverfa. Þetta eru að stórum hluta hljóð sem erfitt er að heyra með berum eyrum á staðnum.
Ég held að það sem þú telur vera Himbrima sé liklega Lómur.
Það gerðist einmitt þessa nótt eða síðar um morguninn að þeir komu nokkuð nærri hljóðnemunum svo skynja mátti hreyfingar þeirra á vatninu. Og þar sem allt var í botni þá eyðilagðist upptakan af tilkomumiklum söng þeirra. Það hefði hugsanlega tekist að ná hljóðunum óbjöguðum ef ég hefði tekið upp með DSD sniði, en það er óhugsandi í svona löngum upptökum.
Ég held að Sound devices 744 ætti að geta náð svona uppákomum slysalaust. Það tæki skartar mun betri og áheyranlegri „limiter“ en Korg tækið.
I remember your trip out there last year – well done for being so motivated to record that early in the morning. Maybe it’s psychological projection but the birds sound as though they belong to quite a desolate place. Very atmospheric.
Thanks.
Yes, I was at the same place last year.
I think it can be a exciting to be there in same time in coming years. Last years new bird species have arrive in this area. It can be very interesting to follow the changes in the future.
This area is very quiet. Many bird species in this recording do not make a loud sound. Open space like this swallow much of the sound, especially when listen close to the ground and most of the sound source are on the ground in high grass. I did not hear all this bird songs while I recording this session. This recording is highly amplified which is probably best audible when aircraft pass by with high rumble sound. For me, just listen on the ground, this aircraft was hardly audible.
where does the noise/hiss come from ?
It depends what noise your are talking about.
The high frequency hiss or noise is from mics and preamp.
The lower frequency background noise is from surround traffic and waves hammering the shore about 5km behind microphones.