Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Minningar’

IMG_2200

Þá kom sá dagur sem maður vissi að ég gæti ekki flúið. Mamma fór úr mínu lífi 27. september 2025 eins og pabbi 28. september 14 árum áður. Fráfall pabba minnti mig á að lífið er ekki eilíft og maður ætti að njóta þess á meðan maður hefði líkamlega getu til. Við fráfall mömmu missti ég einhver andleg tengsl, ekki bara við tengda sál, heldur lika áþreifanleg tengsl við fortíðina.

Mamma, Ingunn Guðmundsdóttir var fædd á Efri-Brú í Grímsnesi 25. mars 1934. Hún var merkileg kona, sem lifði mikla umbreytingar tíma, ekki bara á Íslandi heldur líka á heimsvísu allt frá fæðingu til dánardags, svo sem ris og föll heimsvelda. Hún nýtti tækifærin sem gáfust til að gera það sem hún vildi . Hún var sveitastelpa, ráðskona, handavinnukennari, varð heimsborgari, eiginkona, ól upp fjögur börn, húsmóðir, námskona, starfandi bókasafns- og upplýsingafræðingur og að lokum rithöfundur. Hún náði því svo á endanum að verða eftirlaunaþegi á þýska ríkinu í rúma tvo áratugi.
Þó ég hafi flutt að heiman 15 ára gamall, þá upplifði ég þá yndislegu tíma að mamma var alltaf heima þegar ég var barn. Ég man eftir sunnudagssteikinni með brúnu sósunni og soðnu ýsunni á mánudagskvöldum. Mamma gerði bestu rúllutertu í heimi og skyrtertu sem varð fræg með eindæmum.

Mamma var ótrúlega minnug á atburði, ártöl og mannanöfn svo undrum sætti, í hvert sinn sem hún hafði frá einhverju að segja. Hún virtist muna nöfn fólks sem bjuggu á flestum bæjum og kotum á Suðurlandi um miðja síðustu öld. Hún gat endalaust sagt sögur af fólki og tengslum. Ef ég þurfti að rifja eitthvað upp úr minni fortíð, þá var best að leita til mömmu.

Mamma tók líka upp á því á gamals aldri að skrifa endurminningar sínar, sem í fyrstu áttu að vera glósur við nokkrum spurningum, en urðu á endanum ríkulega myndskreyttar bækur í þremur bindum. Auk þess eru hljóðbækur í vinnslu. Þessar bækur eru ómetanlegar fyrir okkur afkomendur. Þær gefa okkur öllum afkomendum mömmu dýpri rætur við fortíðina. Það er því ekki orðum aukið að segja að mamma hafi sagt skilið við þennan heim með stæl.

Það var eitt af mínum síðustu verkum fyrir elsku mömmu að koma fyrir upptökutæki og hljóðnema við stólinn hennar inni í stofu svo hún gæti lesið endurminningar sínar fyrir hljóðbókina. En það fór eins og ég óttaðist þá, að henni tókst ekki að lesa sín stórkostlegu skrif. Hún var þá þegar orðin sýnilega nokkuð slöpp og lasleg að sjá. Tveimur mánuðum síðar var hún dáin.

Sem betur fer, þá var til ársgömul „prufu upptaka“ með henni þar sem hún les formála fyrstu bókar og segir aðeins frá sínum uppruna. Þá les hún endurminningar móður sinnar (ömmu), þ.m.t. um fæðingu sína og skírn.
Ég hef síðustu ár, eða í nær tvo áratugi átt það til að hljóðrita fjölskyldu hittinga. Rödd mömmu er því ekki horfin úr þessum heimi sem og annarra sem hafa verið hljóðritaðir og dáið síðustu 20 ár. Þær upptökur verða hinsvegar ekki gerðar opinberar á meðan ég lifi.

Myndirnar hér fyrir ofan ná yfir 90 ára sögu mömmu. Gamla myndin er frá þeim tíma sem mamma er að lesa um í hljóðritinu hér fyrir neðan, þ.e. frá 1934. Þar stendur Afi sem heldur á Steinu, eldri systur mömmu, og Amma situr mjög veik eftir barnsfararsótt í stól með á mömmu í fanginu.
Nýrri myndin er nýleg. Líklega ekki meira en ársgömul af mömmu

Hér kemur formáli fyrstu bókar „Mamma segir frá“ um endurminningar mömmu sem hún sjálf les.

  (mp3 160mbps / 42,8Mb)

Recorder: Sound Devices 788
Mics: NT1 & NT4 – 70/30mix

_______________________________________________

In memoriam mom

Then came the day I knew I couldn’t escape. Mom left my life on September 27, 2025, just like Dad did on September 28, 14 years earlier. Dad’s passing reminded me that life is not eternal and one should enjoy it while I am physically able. With Mom’s passing, I lost some spiritual connection, not just to a related soul, but also a tangible connection to the past.

Mom, Ingunn Guðmundsdóttir was born in Efri-Brú farm in Grímsnes county on March 25, 1934. She was a remarkable woman who lived through great transformations, from birth to the day she died. Not only in Iceland but also globally, such as the rise and fall of world empires . She took advantage of the opportunities that came her way to do what she wanted. She was a country girl, a crafts teacher, a cosmopolitan, a wife, a mother of four, a housewife, a student, a librarian and information scientist, and finally a writer. She eventually managed to become a pensioner in the German state for over two decades.
Although I moved away from home at the age of 15, I experienced the wonderful time when my mother was always at home when I was a child. I remember the Sunday roast with brown gravy and boiled haddock on Mondays. My mother made the best „roll tart“ in the world and the cheese tart (Skyr terta) that became famous by everyone who tasted it.

My mother had an incredible memory for events, dates, and names that were surprising every time she had something to say. She seemed to remember the names of people who lived on most farms and cottages in South Iceland in the middle of the last century. She could tell endless stories about people and relationships. If I needed to recall something from my past, it was best to turn to mom.

My mother also took up writing her memoirs in her old age, which at first were supposed to be notes to a few questions, but eventually became richly illustrated books in three volumes. In addition, audio books are in the works. These books are invaluable for us descendants. They give all descendants deeper roots in the past. It is therefore no exaggeration to say that my mother said goodbye to this world in style.

One of my last tasks for my dear mother was to place a sound recorder and microphone by her chair in the living room so that she could read her memoirs for the audio book. But it turned out as I feared at the time, that she was unable to read her magnificent writing. She had already become visibly quite frail and weak looking. Two months later she passed away.

Fortunately, there was a year-old „test recording“ of her reading the preface to the first book and telling about her origins. Then she reads the memoirs of her mother (my grandmother), including about her birth and baptism.
I have been recording family gatherings for the last few years, or for almost two decades. My mother’s voice has not disappeared from this world, as have others who have been recorded and died in the last 20 years. However, those recordings will not be made public while I am alive.

The pictures above cover 90 years of my mother’s history. The old picture is from the time my mother is reading about in the audiobook here above, in Icelandic, i.e. from 1934. There is Grandpa holding Steina, my mother’s older sister, and Grandma is sitting very sick from a bout of childbed fever in a chair holding my mother.
The new picture is recent. Probably not more than a year old of my mother

Here above is the preface to the first book of three „Mamma segir frá“ of my mother’s memoirs, which she reads herself in Icelandic.

Read Full Post »