Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Skálholt’

Skálholt77-78 (28)

Þá er komið að því að setja fyrsta efnið inn á vefinn. Hér er á ferðinni upptaka frá því 1978. Sá sem syngur er Þorleifur Magnús Magnússon (Brói), sonur Laufeyjar Jakobsdóttur, “Ömmu” í Grjótaþorpi, sem bjargaði mörgum ofurölvi unglingnum á þessum árum.  Upptakan er líklega frá því í febrúar 1978 og tekin upp í Skálholtsskóla þar sem við báðir, Brói og ég, stunduðum nám veturinn 1977-1978. Tekið var upp á Kenwood KX520 kassettutæki með dynamískum Kenwood MC501 hljóðnemum. Á þessum árum voru kassettur mjög dýrar. Því var oftast nær tekið upp á mjög lélegar kassettur eins og heyra má á upptökunni.

Sækja MP3 skrá (128kbps / 5mb)

Read Full Post »