Það var heiðskírt og sólin var að gægjast upp fyrir sjóndeildarhringinn við Jökulsárgljúfur. Klukkan var 4:30 12.júlí 2009. Í Vesturdal liðast lítill, tær lækur í átt að Jökulsá á leið sinni til sjávar. Ofar í dalnum sváfu allir fasta svefni á tjaldsvæðinu. Það ríkti því dásamleg þögn. Aðeins heyrðist seytlið í læknum og einstaka tíst í fuglum. Tekið var upp á Korg MR1000 í 24 bit/198 kHz. Hljóðnemar voru tveir Sennheiser ME62 í 80° horni. Snúrur voru CAT6 1,5 metrar. Heildarlengd upptökunnar er 45 mínútur. Myndin er tekin á upptökustað
Sækja MP3 skrá (128kbps / 5mb)
Skildu eftir svar - Enter your comment