Sometimes when I am going to record a specific sound I bring home something totally different.
That happened 4th of July 2012. It was a very nice weather, calm and dry, so I made a decision to cycle with my gear to the shore at Seltjarnarnes to record bird sounds and ambiance.
But shortly after I left home the wind started to blow and it got stronger with cold northern breeze . When I arrived to Seltjarnarnes the wind was too much for almost any wildlife recordings. So as usual with most cycle trips like this, I decided to go back.
But before the wind blow me back home again I found a shelter on wooden platform beside a golf clubhouse. And there was an interesting sound. Two golf course flags with poles were flapping and hammering two picnic tables. Their flaps were like an “audio indicator” for the wind waves.
Arctic Tern, Oystercatcher and other bird spices in combination with heavy sea waves at the shore made this all as a great concert.
I stayed there about one hour while I recorded and listened to the concert, watching a thick smoke coming from burning garage in Kopavogur district, seven kilometers away.
Following is twenty minutes of this session.
Fánar í vindi
Ætli það séu ekki í u.þ.b. 80% þeirra ferða sem ég fer til að hljóðrita, að ekkert kemur út úr því. Oftar en ekki er ætlunin að taka upp eitt, en ég kem heim með eitthvað annað. Þá gerist stundum það óvænta að slík hljóðrit koma skemmtilega á óvart.
Eitt af slíkum tilviljunum var hljóðritað 4. júlí 2012.
Logn og blíða var í Austurbænum svo ég ákvað að skjótast út á Seltjarnarnes til að fanga dásamlegt sumarkvöld nærri sjó með fjölskrúðugu fuglalífi. En því nær sem dró Nesið því snarpari gerðist vindurinn og þegar þangað var komið var ekkert veður til að fanga nein rólegheit.
Áður en ég lét goluna feykja mér til baka þá ákvað ég að leita skjóls undir skyggninu við Golfskálann. Þar vanaði ekki hljóðin sem umsvifalaust gripu áhuga minn. Tveir golffánar á nestisborðum hömuðust þar í takt við breytilegan vind. Þegar svo við bættust önnur hljóð frá kríu, tjaldi og öðrum fuglum sem og þungum nið haföldunnar, þá hljómaði þetta eins og skemmtilegt tónverk.
Ég kveikti á upptöku og naut tónverksins í klukkutíma á meðan ég horfði á breytilegan reyk leggja frá eldsvoða í Kópavogi.
Hér má heyra 20 mínútur af þessu hljóðriti.
Download mp3 file (192kbps / 32,6Mb)
Recorder: Sound devices 744T
Mics: RodeNT1a (NOS 90°/30cm)
Pics: Nokia N82
Skildu eftir svar - Enter your comment