Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Leikur’

Þegar ég var á barnsaldri var sjónvarp vart til á heimilum fólks. Tölvur voru svo í besta falli skilgreindar í mjög furðulegum vísindaskáldsögum.
Fyrir utan boltaleiki, sleðaskak, hornsílaveiði og dúfnarækt voru leikir því oft á tíðum “raunveruleika-leikir”. Lítið samfélag þar sem  finna mátti kaupmann, lækni, bónda, bílstjóra, gröfustjóra og heimavinnandi húsmóður. Þegar Víetnamstríðið komst svo í algleyming urðu stríðsleikir enn algengari þar sem barist var með heimasmíðuðum trébyssum.
Leikir voru í flestum tilfellum utandyra þar sem bílar ógnuðu ekki tilvist barna með sama hætti og í dag. Börn gátu því fengið nauðsynlega útrás með mikilli hreyfingu.
Í dag er börnum helst ekki hleypt út nema af “óábyrgum” foreldrum. Foreldrar kjósa helst að kyrrsetja börnin fyrir framan sjónvarp eða tölvur. Fylgikvillum hreyfingarleysis er svo oft á tíðum eytt með lyfjagjöfum.
Greinilega má heyra í leikjum barna að heimur þeirra er mótaður af kvikmyndum, tölvuleikjum og ýmsum vel markaðssettum plastleikföngum.
Hljóðdæmið sem hér má heyra er af syni mínum og tveimur frændum hans að leika sér með Bionicle stríðskörlum. Upptakan fór fram án þeirrar vitundar.
Tekið var upp á Olympus LS10 og á innbyggðu hljóðnemana í 16bit / 44,1Khz
Myndin er tekin af Bionicle leikföngum í skammarlega plastvæddu herbergi sonar míns.
Sækja Mp3 skrá.  (192kbps / 8,4Mb)

Read Full Post »