My favorite recordings are those who are many hours long. Even in places where I hear „nothing“, I will more often end up with expressively moments. Here is one of these moments when curious sheeps are sniffing, licking and biting the microphones. Not very interesting, but anyway the loudest part of seven hours long recording. It was recorded in Álftaver, in the south east south of Iceland, around midnight, 4th of June 2015.
Forvitnar kindur
Mitt skemmtilegasta viðfangsefni eru langar upptökur úti í náttúrunni. Jafnvel þó fátt makrvert heyrist, þá er oftar en ekki eitthvað áheyrilegt í þessum upptökum. Hér er ein slík uppákoma þegar rolla og lambrútur snuðra við hljóðnemasettið. Þetta er ekki merkileg upptaka en engu að síður háværasti parturinn úr sjö klukkustunda langri upptöku. Þessi hljóðpartur var tekinn upp um miðnætti í Álftaveri þann 4. júní 2015.
Download mp3 file (256kbps / 30,8Mb)
Recorder: Sound Devices 788
Microphones: Sennheiser MKH20 (AB40)
Pix Canon EOS-M
Rec. Location: 63.522821, -18.351570
Weather: ca. 4°C, calm (SW 2m) cloudy
Þetta er afar athyglisvert og merkilegt hljóðrit. Var blimpinn eitthvað varinn fyrir þessu kindanagi? Arnþór
Þetta voru Rycote BBG viðhlifar. Þær þoldu þetta ágætlega, enda ýmsu orðnar vanar. En slefið þornaði einfaldlega yfir nóttina
Ég hafði hinsvegar meiri áhyggjur af hljóðnemasnúrunum því lanbið fór að naga þær undir lokin. En það bjargaðist
Það hefur hinsvegar gerst að fuglar hafa sest á þessar vindhlífar og skitið í þær. Það finnst mér öllu verra enda erfitt að ná þessháttar skít úr feldinum.