Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Olympus LS100’

IMG_2200

Októberbyltingin var bylting í Rússlandi árið 1917. Hún er kölluð svo vegna þess að hún fór fram í október skv. júlíanska tímatalinu sem þá var í gildi í Rússlandi en samkvæmt gregoríska tímatalinu var dagsetninginn 7. nóvember, og er miðað við þann dag þegar byltingarinnar er minnst. Októberbyltingin var vopnuð uppreisn í Petrograd (núna Sankti Pétursborg) og kom í kjölfar febrúarbyltingarinnar sem hafði gerst sama ár. Októberbyltingin steypti af stóli bráðabirgðastjórn Aleksandr Kerenskij og færði völdin í hendur ráða sem var stjórnað af bolsévikum. Í kjölfar byltingarinnar kom fram nýtt stjórnarkerfi byggt á nýjum hugmyndum sem leiddi af sér stofnun Sovétríkjanna. (Wikipedia)
Að sama skapi þá breytti byltingin í Rússlandi allri pólitík á vesturlöndum, því í kjölfar hennar fékk almenningur auknar kjarabætur, heilsugæslu og betra skólakerfi frameftir síðustu öld.
Vinstri menn á Íslandi fjölmenntu og héldu upp á þennan viðburð í Iðnó 7. nóvember 2017 með skemmtilegri samkomu þar sem haldnar voru hressilegar ræður, kveðið og sungið á víxl í tæpa þrjá klukkutíma.
Að sjálfsögðu mætti ég með upptökutæki og tók upp viðburðin meðal gesta í miðjum sal. Sú upptaka sem hér heryrist eru tveir dagsrárliðir sem áttu sér stað eftir hlé. Annars vegar er það ræða Vésteins Valgarðssonar og svo lokaatriðið þar sem allir sungu Internationalinn, öll sex erindin þar sem Þorvaldur Þorvaldsson leiðir sönginn og frændi hans, Þorvaldur Örn Þorvaldsson, spilar á gítar.
Því miður er hljóðkerfið í Iðnó afskaplega lélegt. Hljómgæðin eru því skelfileg þó upptaka hafi heppnast með ágætum.

October Revolution 100 years anniversary

At the 7th of 2017 many socialists and other left wing folks in Reykjavik calibrated the 100th anniversary of the Russian October Revolution.
The program included inspired speeches, poetry and songs and singalong songs that lasted for almost three hours. This recording contains two of this programs, an Icelandic speech and then singalong song of The Internationale in full version in Icelandic.
I think I need to apologize for the poor sound quality in this recording but it is mainly because of the sound system of the house.

(mp3 224Kbps / 37Mb)

Recorder: Olympus LS100
Mics: Primo EM172 (Binaural)
Location: Iðnó, Reykjavík
Pix: from the www

Read Full Post »

IMG_4894crop

Við lifum einkennilega tíma. Við þurfum að taka MJÖG rótækar ákvarðanir og breyta lifnarðarháttum okkar miklu meira en flestum likar. Ekki einhvern tíma seinna, heldur NÚNA.
Segja má að Loftslagsráðstefnan í Paris, COP21, sé mikilvægasta ráðstefna sem mannkynið hefur upplifað.
Að því tilefni voru farnar kröfugöngur víða um heim þar sem ráðamenn voru hvattir til að gefa ekkert eftir í þeim efnum.
Ein slík ganga var farin í Reykjavík einn kaldan vetrardag, sunnudaginn 29. nóvember 2015, á vegum náttúruvendarsamtaka. Heppnaðist gangan með ágætum þó fleiri hefðu mátt taka þátt í svo milivægri kröfugöngu.
Hér er hljóðrit frá seinni hluta göngunnar sem og frá Lækjatorgi þar sem haldnar voru ofur stuttar en mjög góðar ræður.
Sjá meira á MBL
Vefsíða COP21

Our LAST chance, COP21

We live in a strange time where we must take a very radical decisions and changes in our lifestyle. Therefore, is the UN climate change conference now in Paris, COP21’s the most important conference that mankind has ever experienced.
For this occasion many march or demonstrations occurred in cities all around the world where the leaders in the conference were encouraged to make a very radical agreements.
One such climate march was gone in Reykjavik in a cold Sunday, November 29th, 2015.
The following recording includes the second half of the march and two short speeches in the end (in Icelandic) at Lækjartorg square in Reykjavik center.
COP21 website

Download mp3 file (196kbps / 31Mb)

Recorder: Olympus LS100
Mics: Sound Professionals MC-TFB-2 (In ear Binaural w. Soundmann windshield)
Pics: Thanks to Jón Pálsson (See more pics)
Weather : About -4°C, calm.
Location: 64.147463, -21.936443

Read Full Post »