Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Vatn’

IMG_8941

Everyone who has travelled on road no.1 between Höfn and Djúpivogur in the east Iceland know the road at Hvalnes- and Þvottárskriður. These places are a huge mountain landslide with cliffs above and below the road. Many days when the weather is bad, with heavy rain or strong wind it can be dangerous to pass the road trough this landslide. Some days the road is closed.
This road at Hvalnes and Þvottárskriður was built 1981, but before, the road lied through difficult valley, high in the mountain named Lónsheiði.
Until 1981 it was unusual to pass this landslide, even the beautiful coast below.
The north Atlantic ocean surf is heavy on the miscellaneous beach which has beautiful gravel beaches and huge cliffs and rocks.
Just below Þrottárskriður landslide is Stapavík, a beautiful gravel beach with high rock in the middle, like a huge stoned giant or troll. Along the beach are low cliffs where fresh water seeps out between the geologic age and wets the rocks.
The following recording was made near one of this place where the fresh water is dripping of the rock down to the gravel below.
Quality headphones are recommended while listening at medium level.

Lindin í Stapavík

Fyrir neðan Þvottárskriður, austur af Hvalnesskriðum, er nokkuð löng malarfjara sem heitir Stapavík. Þessi vík eða fjara skartar gríðarstórum stapa sem minnir á steinrunnið tröll. Stapavík er meira og minna umgirt tiltölulega lágum klettum og skriðum. Þar má víða sjá ferskt vatn streyma undan jarðlögunum og niður klettana.
Upptakan hér fyrir neðan var tekin upp á einum slíkum stað í júní 2014 þar sem vatnið seitlar niður klettavegginn og niður í fjörumölina. Í bakgrunni, bak við malarkamb, má heyra í þungri úthafsöldunni þegar hún skellur á fjörunni í gríð og erg, eins og hún hefur gert á þessum stað í árþúsundir.
Mælt er með því að hlusta á þessa upptöku í góðum heyrnartólum og á miðlungs hljóðstyrk.

Download mp3 file (192Kbps/31,15Mb)

Recorder: Sound deivices 744
Mics: Audio Tecnica AT4022 (binaural)
Pics: Canon EOS M (see more pictures)
Recording location: 64.476665, -14.492781
Weather: Calm, cloudy, around +12°C

Read Full Post »

Víðgelmir

Víðgelmir is a lava tube situated in Western Iceland in the Hallmundarhraun lava field, ca. 2 km. Southeast from Fljótstunga farm in Hvítársíða, Borgarfjörður. The roof of the lava tube has collapsed, creating two large openings near its north end which are the only known entrances. Viðgelmir is 1585m long, the largest part of the cave passage is 15.8m high and 16.5m wide making it by far the largest of its kind in Iceland. The cave has a wide entrance but narrows down in some places. An iron gate was installed at the first constriction in 1994 to preserve the delicate lava formations or speleothems which haven’t already been destroyed. Evidence of human habitation, probably dating to the Viking age, has been discovered in the cave and is preserved in the National Museum of Iceland. Long stretches of the cave floor are very rough and shouldn’t be navigated without a guide. Access and guided tours are provided at nearby Fljótstunga.
Lava tube caves are formed when a low-viscosity lava flow develops a continuous and hard crust which thickens and forms a roof above the molten lava stream. When the eruption subsides, the still molten lava moving beneath the crust will continue to drain downhill, leaving an open lava tube cave. Many other lava tube caves have been discovered in Hallmundarhraun (formed around 900 AD), most notable Surtshellir and Stefánshellir.(*)
This recording was made 30th of June 2012, close to the entrance, where ice from last winter was still melting. Water drops from the cave roof are falling into differenet places on the floor, in holes in the ice and on stones on rough surfaced floor.
Deeper in the cave there is no dripping water so it is completely quiet. For most people it could be an interesting experience. During the summer people can have guided tour in Viðgelmir, just contact Fljótstunga farm.

Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar dregur. Þar var, í október árið 1991 sett upp járnhlið af félagsmönnum í Hellarannsóknafélagi Íslands til að vernda þær dropasteinsmyndanir sem ekki hafa þegar verið eyðilagðar. Mannvistarleifar sem fundust í hellinum eru varðveittar í Þjóðminjasafninu og eru að líkindum frá víkingaöld. Hellirinn er á köflum afar erfiður yfirferðar og tæpast ráðlegt að fara um hann nema með leiðsögumanni. Leiðsögn og aðgangur að innri hluta hellisins er fáanleg frá Fljótstungu.
Hellirinn var lokaður af ís frá árinu 1918 til ársins 1930 en hann lokaðist aftur um veturinn 1972-1973. Í apríl 1990 fór hópur á vegum Hellarannsóknafélags Íslands með tól og tæki og freistaði þess að opna hellinn. Ekki tókst það að þessu sinni en árið eftir tóku nokkrir heimamenn af bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit sig saman, undir forystu Kristleifs Þorsteinssonar bónda í Húsafelli og kláruðu verkið (*)

Download mp3 file. (192kbps / 28,1Mb)

Recorder. Sound devices 788
Mic: Rode NT1a (NOS)
Pic: Canon 30D. See more pictures at Google. My camera did not work perfectly in the cave, but anyway here is my picture
(*) Information about the cave is copied from Wikipedia.

Read Full Post »