
Posts Tagged ‘Austurvöllur’
Búsáhaldabyltingin
Posted in Mannlíf, tagged Alþingi, Austurvöllur, Búsáhaldabylting, Fólk, Korg MR1000, Mótmæli, Protest, Sennheiser ME62 on 11.4.2010| Leave a Comment »
Laugardagur 6. mars 2010
Posted in Mannlíf, tagged Austurvöllur, Bankakreppa, Búsáhaldabylting, Binaural, Fólk, Mótmæli, MMaudio, Olympus LS10, Protest on 7.3.2010| 2 Comments »

Vanhæf ríkisstjórn
Posted in Mannlíf, tagged Alþingi, Austurvöllur, Óeirðir, Bankakreppa, Búsáhaldabylting, Bylting, Korg MR1000, Mótmæli, Protest, Sennheiser ME62 on 11.10.2009| 1 Comment »

Þann 24. janúar 2009 fór ég með hljóðnema niður á Austurvöll og tók upp stemninguna. Ræsti ég tækið austur undir Dómkirkjunni og gekk inn í mannþröngina framan við Alþingishúsið. Þar héldu allir á sér hita með taktföstum búsáhaldaslætti og trylltum vígadansi. Mátti þar m. a. sjá verðandi ráðherra í næstu ríkisstjórn. Upptakan stóð yfir í rúma klukkustund en því miður misheppnaðist hún gersamlega. Aðeins tíu fyrstu mínúturnar voru áheyrilegar. Notast var við Korg MR1000 og tvö stykki Sennheiser ME62 á T-spöng með 90° horn. Eftir fikt kvöldið áður gleymdust í hljóðnemunum ónýtar rafhlöður og þótt kveikt væri á Phantom power á upptökutækinu þá varð það ekki til þess að yfirtaka spennuna frá þessum ónýtu rafhlöðum. Hljóðdæmið hér fyrir neðan er því besti hluti þessarar upptöku. Myndin er tekin á Nokia síma, 21. janúar 2009 við Alþingishúsið rétt fyrir kl. 1. Síðar hefur komið í ljós að á þeirri stundu var lögreglan hársbreidd frá því að ganga til bols og höfuðs á mótmælendum. Það hefði endað með subbulegu blóðbaði.
Sækja MP3 skrá (192kbps / 17,5mb)