Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Hrossagaukur’

IMG_2200

I think I don‘t need to present the nature reserve in Flói in many words. It is a wetland / moors in south of Iceland. I have already published in this blog several hours of „Flói recordings“.
Last spring was cold, wet and windy so I did not spend much time there. But in June, I stayed there for two nights while I recorded several hours of recordings during the nights.
As usual I fell in to sleep in the field during that time, so I did not know what I was recording. Last week when I was searching trough the recordings, I noticed some interesting moments.
At 14th of June the overnight weather forecast was nice and I started to record at midnight. Between 2 and 5 in the morning the wind went down so the field got „quieter“ for far distance sound waves.
I put up Rode NT1 in NOS in the same place as usual and pointed them to north. The soundscape is always spectacular in this place.
This soundscape is probably not what everyone would hear by bear ears. The recording is highly amplified. In this circumstances and Rode NT1, I normally adjust the gain on the recorder between 54-58dB. In this particular recording the gain is increased again in post about +24 dB so the peak level in one moment (at 13:16) reach 0dBf.
Many bird species are audible in this recording like Red throat Diver, Common Snipe, Golden Plover, Dunlin, Whimbrel, Gull, Arctic Tern, Northern Wheatear, Greylag Goose, Whooper Svan, Meadow Pipit and other bird species I have forgotten, or can’t name. Other audible animals like horses and sheep’s are there too.
Background noise is mostly from the Atlantic ocean’s waves along the south coast behind the mics. Then as usual, traffic noise and sometimes a party music somewhere in the county.
Quality open headphones are recommended while listening at low to mid level, or in speakers at low level.

Flói 2015. 1. Hluti

Hér er á ferðinni upptaka úr friðlandinu í Flóa frá því á laugardagskvöldi og sunnudagsmorgni 14. júní 2015. Eins og fyrri upptökur úr Flóa sem finna má hér á síðunni eru hljóðnemarnir ávallt staðsettir á sama stað við sömu tjörn norðan við fuglaskoðunarhúsið.
Í upptökunni má heyra í ýmsum fuglategundum. Má þar nefna lóm, hrossagauk, heiðlóu, lóuþræl, spóa, máfa, kríu, steindepli, grágæs, álft og þúfutitling. Þá heyrist lika í hestum og kindum.
Bakgrunnssuð er einkum brim meðfram Suðurströndinni og einkum við Ölfusárósa. Svo berst hávaði frá bílum og partítónlist einhvers staðar í sveitinni.
Mælt er með því að hlusta á upptökuna í góðum opnum heyrnartólum og á miðlungs- lágum hljóðstyrk.

Download mp3 file (256kbps / 60,7Mb)

Recorder: Sound devices 788
Mics. Rode NT1 (NOS)
Pix. Canon EOS M
Weather: clear sky, mostly calm, between -1 to 4°C
Time: 14 June 2015, between 2 and 3 o’clock
Location: 63.900933, -21.191876

Read Full Post »

Í lok apríl og byrjun maí gerði ég nokkrar tilraunir til að hljóðrita fuglalíf á Seltjarnarnesi. Ég gafist upp á því vegna stanslausrar bílaumferðar fram og til baka út á nesið. Það var líka fjöldi fólks sem virtist stunda sína útiveru á Nesinu, ekki síst við Bakkatjörn, með því að sitja í bílunum í vegkantinum með bílvélina í gangi. Það heyrðist því fátt annað en drunur og innspítingar í bílvélum og miðstöðvum þau skiptin sem ég gerði mér ferð á Nesið með upptökutækin.
Rétt fyrir miðnætti þriðjudaginn 4. maí fór ég út á Seltjarnarnes. Gekk á með súld af og til svo búast mátti við fáu fólki eða bílum fram Nesið svona seint um kvöld. Hljóðnemunum var komið fyrir í lítilli laut norðan við golfskálann svo að sem minnst heyrðist í bílum sem kæmu út á nesið. Það var heppilegt því fjórir bílar komu í erindisleysu fram á Nesið á meðan á upptöku stóð og án þess að það truflaði upptökuna að ráði. Besti tíminn fyrir upptöku hefði verið snemma morguns milli kl. þrjú og sjö en það er vart boðlegt vinnandi fólki.
Það sem einkennir þessa upptöku er fjölskrúðugt fuglalíf; vaðfuglar, endur og gæsir og greinilegt að krían er enn ókomin. Hrossagaukurinn er áberandi og hefði getað heyrst betur í honum ef hann hefði ekki haldið sig mestu sunnan við golfskálann á meðan á upptöku stóð. Þá heyrist í regndropum falla sem og af og til í misstórum úthafsöldum skella í fjörunni handan grjótgarðsins sem umlykur Nesið á alla vegu.
Upptakan er tekin frá kl. 23:00 til 23:30. Í hálftíma eftir það kæfðu vélar frá kaupskipi á útleið þögnina með þungum drunum fram yfir miðnætti. Er sá hluti upptökunnar ekki færður hér til eyrna.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME62 í Blimp vindhlífum sem vísuðu í u.þ.b. 90° til norðurs. Tekið var upp á Korg MR1000 í 192Khz/24bit. Myndin er tekin nærri tökustað á meðan á upptöku stóð.

Sækja MP3 skrá (192kbps / 44Mb)

Read Full Post »

« Newer Posts