Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Rigning’

IMG_2200

It took me a while to make that decision to put this recording on the web. Mainly because then I would normally have had to tell about the recording location.
But I’m going to say as little as possible, even though the story of the location is for me more interesting than this recording.
The location will therefore be a mysterious part of this recording.
The reason I don’t want this place to be attractive is mainly because then I am sure this place is likely to be destroyed.
Every time I visit this place it is like the time is standing still.
In some weather conditions, getting to this location from a busy road can be like going through a time machine.
Quite a few people know about this house, and it’s not quite in the public eye today.
This is a stone-clad house, built in 1883. It was supposed to serve as a shelter for travelers and mail carriers, but it fell into disuse because of ghosts.
I have been coming there regularly for nearly 40 years, mostly before the turn of the century in my bicycle tours, sometimes staying overnight and seeking shelter, or just sweeping the floor and writing in the guest book. The place is therefore quite dear to me.
The weather in Iceland so far this summer has been both cold and windy, and although I am much better equipped for traveling today than I was last century, I felt the need to seek shelter at the house this summer. There were quite familiar sounds in the house that I recorded there in 3 different places. Here is one of those recordings. Rain and wind hit the windows intensely and the front door from time to time, which is most likely the ghost knocking the door.
Quality open headphones are recommended while listening at low to mid volume.
If the media player doesn’t start to play, please reload this individual blog in a new tab or frame.

(mp3 256kbps / 57Mb)

Recorder: Sound devices MixPre6
Mics: Sennheiser MKH8020/8040 (Baffled AB40)
Pix: Samsung S22

Weather: 7°C, rainy, windy 5-10 m/sec

Read Full Post »

IMG_3337

Last summer was mainly wet, windy and cold in Iceland. It was no exception while I was recording birds in the nature reserve Flói, south of Iceland.
I was three weeks later than usual, so it was probably too late to record a reach bird chorus.
I spend two nights in the area and tried to record surrounding ambient through soaking wet windscreens. I stayed most of the time in a bird watching shelter to keep me dry. It was different from last tree years. Surroundings looked more like a swamp than grassland.
I kept one recorder in the field in a plastic box. The second one was in the bird watching shelter.
Just before I fell a sleep on the floor I started to record. The following recording is a short part of that moment while shower passes over.
Most windows on the shelter were open so birds surround are audible. Background noise is not a traffic, it is the surf at nearby south coast, about 3 km away.

Flói 2013. 1. hluti

Síðast sumar var kalt og blautt miðað við það sem maður hefur vanist síðustu ár. Alla vega elti óheppnin mig með leiðinda veðri á röndum hvert sem ég fór með upptökutækin. Hin árlega ferð í Flóann var þar enginn undantekning. Ég mætti á svæðið þremur vikum seinna enn vanalega. Ég mátti því búast við að fjöldasöngur fugla væri farinn að dvína. Vindasamt veður gerði svo erfitt um vik, hvað þá að hljóð gæti borist langar leiðir.
Að vanda tók ég upp í tvær nætur í flóanum. Í þetta sinn flaut allt í vatni og því ekki hægt að liggja úti í grasinu eins og vanalega, heldur var leitað skjóls inni í fuglaskoðunarskýlinu.
Fyrir utan var eitt upptökutæki að taka upp á hefðbundnum stað. Annað var aðgerðarlaust inni í skýlinu. Rétt áður en ég fékk mér lúr á gólfinu ræsti ég upptökutækið. Hér kemur partur af þeirri upptöku þegar skúr gekk yfir svæðið. Gluggar voru opnir svo það heyrist í fuglum í grennd. Suðið í bakgrunni kemur frá briminu suður við Ölfusárósa.

Download mp3 file (192kbps / 34,5Mb)

Recorder Sound devices 744T
Mic: Rode NT1a
Pics: Canon EOSM (more pictures soon)

Read Full Post »

Fátt er skemmtilegra en að liggja einn í fjallaskála, finna vindinn skekja skálann og rigninguna berja rúðurnar. Það gefur manni sterka tilfinningu fyrir náttúrunni, ekki síst eftir langt og erfitt ferðalag þar sem maður hefur ekki verið truflaður af vélum eða stórkallalegum mannvirkjum.
Það er sjaldgæft að veður séu slæm á höfuðborgarsvæðinu, en slikar stundir eru til og þá fer maður sjaldnast út að tilefnislausu. Tilfinningin er heldur aldrei sú sama og á fjöllum. En þó, það er eitthvað rólegt við það að hlusta á rok og  rigningu berja rúðurnar.
Þann 11. desember 2009 var leiðinda veður í höfuðborginni. Það gaf tilefni til hljóðritunar þó það væri ekkert aftakaveður.
Stillti ég upp tveimur ME64 hljóðnemum í  svefnherberginu og tók upp í 16Bit / 44.1Khz. Veðrið var að mestu gengið niður þegar upptakan fór fram um kl 14:30. Heyra má í upptökuni háværan grunnsón. Er hann að mestu tilkominn frá bílaumferð en bæði Miklabraut og Reykjanesbraut eru í  u.þ.b. kílómeters fjarlægð. Rokið í trjánum á þó eitthvað í þessum hávaða líka. Þar sem hljóðnemarnir voru nálægt rúðum þá má greinilega heyra hávaðan að utan “sóna” með holum hljómi á milli tvöföldu rúðunnar. Þá má líka heyra í vekjaraklukkuni sem var á náttborðinu þar nærri. Myndin er tekin út um gluggann á meðan á upptöku stóð.
Sækja Mp3 skrá.  (192kbps / 8,8Mb)

Read Full Post »

ovedur

Þann 11.desember 2008 gerði suðaustan hvell. Fylgdi þessu mikil rigning með mjög snörpum vindhviðum. Hófst veðrið um kl 18 og var því lokið um miðnætti. Milli kl 21:30 og 22 fór ég út á Sundahafnarsvæðið á verkstæðisbílnum og hljóðritaði ósköpin inni í bílnum.  Gámastæður höfðu fokið eins og pappakassar með tilheyrandi tjóni, þakklæðing á Vöruhóteli Eimskips hafði einnig skemmst. Þá var gámasvæðið allt meira og minna á floti þar sem niðurföllin höfðu ekki undan að svelgja regnvatnið. Það var því bæði hættulegt og skuggalegt að fara út í þennan veðurofsa. Upptakan er gerð á Olympus LS10 og á innbyggðu hljóðnemana í 44,1 kHz /16 bit sniði. Myndin er tekin í Sundahöfn við svipaðar veðuraðstæður.

Sækja MP3 skrá (128kbps / 4,6Mb)

Read Full Post »