Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Rode NT1a’

Óðinshani

This recording was captured around 4:00 to 5:00 am, 25th of June.
It is almost straight continue of part 3 with very quiet relaxing midsummer sound scape but now disturbed with two airplanes passing by from east to west. It was just the beginning of a heavy airplane traffic later this morning. During calm moments thick clouds of gnats filled the air with heavy buzzing noise, but they got suddenly quiet every time when the light gusts stroke the field.
Quality headphone recommended.

Friðland í Flóa 2012 – 4. hluti

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Flóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 4:00 til 5:00, að morgni 25 júní. Hér má heyra í fuglum s.s. óðinshana, hrossagauk, stelk, lómi, spóa, kríu, hettumáfi, músarindli og maríuerlu sem og mörgum öðrum fuglum.
Nú fer flugumferð að hefjast af alvöru. Tvær millilandaþotur rjúfa þögnina í þessu hljóðriti. Er það aðeins smjörþefur af því sem síðar kom og sett verður á vefinn síðar.
Hlustist með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 53Mb)

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Flói

Recordings from Flói nature reserve continues. This two recordings were captured around 3:30 and 4:00 am, 25th of June.
The first recording contains mostly far distance sounds, a quiet relaxing midsummer sound scape. Birds are living their life, flying around and searching for food. Gusts sometimes disturb the recording with rumble sound .
The second recording was recorded around 4 am. It contains the first of many jet flights this morning from Europe to America. Morning sunbeams are now really going to heat the field so clouds of gnats are even thicker than before. A duck with youngsters are pushing their body through rushy field searching for food around the microphone.
Both this recordings are worth to played as a background sound at home or work.

Friðland í Flóa 2012 – 3. hluti

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Fóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 3:30 til 4:00, að morgni 25 júní.
Fyrri upptakan inniheldur fremur þögula hljóðmynd af fuglalífi svæðisins. Heyra má þó í óðinshana busla í nálægri tjörn og stöku sinnum stingur kría sér í tjörnina í fæðuleit. Vindkviður eiga það svo til að trufla upptökuna.
Í seinni upptökunni má heyra í fyrstu þotunni þennan morguninn fljúga milli Evrópu og Ameríku. Sólargeislar brjótast nú í gegnum skýin yfir Ingólfsfjalli og verma svæðið. Þegar vind svo lægir þá lyftir flugan sér í þéttum skýsveipum og með miklu suði. Önd með unga kjagar með unga sína í þéttu mýrargrasinu umhverfis hljóðnemana í fæðuleit.
Báðar upptökurnar njóta sín best sem bakgrunnshljóð heima við eða á vinnustað.

3:30am
Download mp3 file (192kbps / 32Mb)

4:00am
Download mp3 file (192kbps / 31,2Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (See more pictures)
Listen to other parts of  „nature reserve in Flói 2012

Read Full Post »

Nature reserve Floi

This recording is almost a straight continue from “Nature reserve in Flói 2012 – Part 1” that was recorded inside the bird watching shelter. Now the microphones are in the wetland, about 300 meters from the shelter. This is close to a pond, early morning 25th of June, around 3am. Now and then the gust strokes the field, but later one it gets more quiet.
This was a busy time for all residents in the area so the recording contains a lot of their activity.
Birds searching for food in the pound or in the grass around the microphones, like Red- necked Phalarope, Arctic stern, Red throat Loon and some ducks. Birds pass by with wing flaps. There is also a lonely barking dog, bleating sheep and whinny horses somewhere far away.
When morning sunbeams warm the field and the wind goes calm, billions of gnats start to fly in thick clouds up and down with impressive noise. Many other bird species are audible in this recording like Common Snipe, Golden Ploer, Whimbrel, Gull, Rooster and many other birds I can not named like some young birds. Sometimes young Loon are crying, while other birds sounds like Tod (n.b. no Frogs live in Iceland).
This is a very quiet nature recording so you should not play it loud. You should play it like you think you will hear it trough open window, as a background sound. Best way to listen details and explore all bird species is using quality open headphones This recording contain also very loud session when all Loons in all ponds in the area “scream” a territory call.
Surprisingly it looks like only one or two motorist is audible in this recording, a truck about 20 km away So the soundscape is almost as nice as it gets on our planet.
There is still many hours left of this recording in Flói. It will be published in coming months.

Friðland í Flóa 2012 – 2. hluti.

Hér er á ferðinni svo til beint framhald af 1. hluta, nema nú hafa hljóðnemarnir verið færðir út að tjörn norðaustur af fuglaskoðunarhúsinu. Upptakan er frá því 25. júní u.þ.b. kl. 3 eftir miðnætti. Heyra má í ýmsum fuglum í dagsins önn. Meðal fugla voru lómur, lóa, hrossagaukur, óðinshani, spói, auðnutittlingur, jaðrakan, stelkur, álft, tjaldur hettumáfur, kría, kjói og sílamáfur. Einhverjar andategundir voru svo á vappi og sveimi um svæðið á meðan á upptöku stóð. Í fjarska heyrist jarm, hundgá, hanagal og hnegg í hestum. Þegar fyrstu sólargeislarnir gægjast yfir Ingólfsfjall og verma svæðið lyftir flugan sér í þykkum sveimum með þéttu suði.
Aldrei þessu vant fer ekki mikið fyrir umferðarhávaða í þessu hljóðskeiði. Greina má þó bíla fara niður Kambana í 20 km fjarlægð. Í raun má greina ferðir þeirra frá Kömbum og fylgja þeim eftir austur fyrir Selfoss á upprunalegu upptökunni og fullum gæðum.
Þetta er lágvær upptaka. Það er því besta að spila hana á lágværum nótum eins og setið sé við opinn glugga. En fyrir þá sem vilja greina fuglategundir og önnur hljóð er mælt með að hlustað sé á upptökuna með góðum opnum heyrnartólum.
Margra klukkutíma efni var tekið upp á þessum stað. Fleiri upptökur munu því heyrast á komandi mánuðum.

Download mp3 file (192kbps / 40,3Mb)

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon EOS30D (see more pictures)

Read Full Post »

Cloud over nature reseve in Flói

As usual at summer solstance I recorded birds and ambiance in the nature reserve in Flói south of Iceland. Something I hope I will have an opportunity to do in coming years.
All three past years I have got almost the same weather. Variable, but no heavy rain or storm. It has been just perfect for all kinds of ambiance recording. And even though I have put the microphones almost at the same place every time, have I always detected some new sound or soundscape.
This year when I arrived to the bird watching shelter in the nature reserve the wind was too strong. But inside the shelter was a window covered with hundreds of humming gnats.
All batteries were ready for many hours of recording so I push on “Record” and vent out to the moors for sleep. Next three hours the wind slowly goes down.
Following recordings was made between midnight and half past two at 25th of June.
Earlier recording was made between 12 and 1am. Mostly gusts and gnats. Birds are barely audible.
The second recording was made around 2 am. Wind has go down and the birds have start to sing.
N.b. This is indoor recording so all birds sounds strange in this session.
After half past three I move the microphones to the field and start to record the birds in details. That will be publish in some parts in coming moths.

Friðland í Flóa 2012. 1. hluti.

Þriðja sumarið í röð mætti ég í friðland í Flóa til að taka upp fuglalíf og stemmningshljóð. Mætti ég í friðlandið  um miðnætti þann 25. júní . Í fyrstu hentaði veðurlag og fuglalíf  ekki til upptöku. En fremur en að gera ekki neitt kom ég hljóðnemum fyrir innandyra í fuglaskoðunarhúsinu, enda af nægu að taka þar. Sjálfur fór ég út og lagðist til svefns á milli þúfna. Þegar ég vaknaði hafði upptaka staðið yfir í rúma tvo  tíma.
Þau hljóðrit sem hér koma voru tekin úr þessu tímabili með rúmu klukkutíma bili. Það fyrra er tekið upp fyrir klukkan eitt þar sem vindur og mýfluga leika stærstu hlutverkin. Í því síðara sem tekið var upp um klukkan tvö er vind farið að lægja og fuglalíf að færast í aukana.
Athugið að fuglahljóðin eru ekki eðlileg þar sem tekið er upp innandyra. Fuglahljóð berast því öll inn um opna glugga hússins.

1 am session.
Download mp3 file (192kbps / 26,8Mb)

2 am session.
Download mp3 file (192kbps / 28,2Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (48Khz /24bit)
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (more pictures)
Listen to earlier recordings from nature reserve in Flói

Read Full Post »

Víðgelmir

Víðgelmir is a lava tube situated in Western Iceland in the Hallmundarhraun lava field, ca. 2 km. Southeast from Fljótstunga farm in Hvítársíða, Borgarfjörður. The roof of the lava tube has collapsed, creating two large openings near its north end which are the only known entrances. Viðgelmir is 1585m long, the largest part of the cave passage is 15.8m high and 16.5m wide making it by far the largest of its kind in Iceland. The cave has a wide entrance but narrows down in some places. An iron gate was installed at the first constriction in 1994 to preserve the delicate lava formations or speleothems which haven’t already been destroyed. Evidence of human habitation, probably dating to the Viking age, has been discovered in the cave and is preserved in the National Museum of Iceland. Long stretches of the cave floor are very rough and shouldn’t be navigated without a guide. Access and guided tours are provided at nearby Fljótstunga.
Lava tube caves are formed when a low-viscosity lava flow develops a continuous and hard crust which thickens and forms a roof above the molten lava stream. When the eruption subsides, the still molten lava moving beneath the crust will continue to drain downhill, leaving an open lava tube cave. Many other lava tube caves have been discovered in Hallmundarhraun (formed around 900 AD), most notable Surtshellir and Stefánshellir.(*)
This recording was made 30th of June 2012, close to the entrance, where ice from last winter was still melting. Water drops from the cave roof are falling into differenet places on the floor, in holes in the ice and on stones on rough surfaced floor.
Deeper in the cave there is no dripping water so it is completely quiet. For most people it could be an interesting experience. During the summer people can have guided tour in Viðgelmir, just contact Fljótstunga farm.

Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar dregur. Þar var, í október árið 1991 sett upp járnhlið af félagsmönnum í Hellarannsóknafélagi Íslands til að vernda þær dropasteinsmyndanir sem ekki hafa þegar verið eyðilagðar. Mannvistarleifar sem fundust í hellinum eru varðveittar í Þjóðminjasafninu og eru að líkindum frá víkingaöld. Hellirinn er á köflum afar erfiður yfirferðar og tæpast ráðlegt að fara um hann nema með leiðsögumanni. Leiðsögn og aðgangur að innri hluta hellisins er fáanleg frá Fljótstungu.
Hellirinn var lokaður af ís frá árinu 1918 til ársins 1930 en hann lokaðist aftur um veturinn 1972-1973. Í apríl 1990 fór hópur á vegum Hellarannsóknafélags Íslands með tól og tæki og freistaði þess að opna hellinn. Ekki tókst það að þessu sinni en árið eftir tóku nokkrir heimamenn af bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit sig saman, undir forystu Kristleifs Þorsteinssonar bónda í Húsafelli og kláruðu verkið (*)

Download mp3 file. (192kbps / 28,1Mb)

Recorder. Sound devices 788
Mic: Rode NT1a (NOS)
Pic: Canon 30D. See more pictures at Google. My camera did not work perfectly in the cave, but anyway here is my picture
(*) Information about the cave is copied from Wikipedia.

Read Full Post »

It is not every day when I am free from traffic noise. But when it happens it is possible to notice other small sounds in the surroundings.
That happened in beginning of June 2012 when I was at Krossholt at Barðastönd, in the northwest of Iceland.
One night someone was playing loud music in the neighborhood. The rumbling bass beat was noticeable all night along. During the night the wind started to blow from east with strong gusts. Suddenly nearby power line started to give a strange sound and the niggling beat from the neighborhood started to be interesting. In combination with the wind, power line, birdsong from the field and nearby cliff it started to be like a music from other planet. In fact it was a really interesting composition. Better than many modern human made compositions today. The intro is more than two minutes long, so just lay back in your chair, relax and listen.
High quality headphones are recommended.

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa alla nóttina. Rétt fyrir miðnætti tók vindinn upp og áttin breyttist. Þá gerðist það undraverða. Háspennulína í nágrenninu fór að klappa saman strengjum og gefa frá sér són. Skyndilega breyttust pirrandi taktföstu bassadrunurnar í skemmtilegan og framandi undirleik með strengjaleik háspennulínunnar. Söngur mó- og bjargfugla bættist svo við í bakgrunni eins og til að fullkomna tónverkið. Í fúlustu alvöru, þetta tónverk slær flestu því sem ég hef heyrt í langan tíma. Tónleikarnir stóðu frá kvöldi og langt fram undir morgun með ýmsum blæbrigðum með fjölbreyttu lagavali. Því miður tók ég aðeins upp tvö og hálft tónverk. Er fyrra heila tónverkið að finna hér.
Mælt er með að á þetta sé hlustað með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 34,7Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48Khz)
Mics: Rode NT1a.  NOS setup.
Pix: Canon 30D
Interesting link: Wired Lab

Read Full Post »

Reykjavíkurtjörn

Í vetur bárust landsmönnum þær döpru fréttir að fuglalífi við Reykjavíkurtjörn hefði hrakað mikið síðustu ár. Það leiddi huga minn að því að ég ætti sama sem engin hljóðrit af fuglalífi við Tjörnina. En einhvers staðar á ég þó upptöku sem ég tók upp framan við Iðnó fyrir 30 árum.
Yfirþyrmandi umferðarniður hefur annars valdið því að ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við náttúruhljóð í miðbæ Reykjavíkur.
Framvegis skal verða breyting á, því spennandi verður að sjá hvort mönnum takist að endurheimta þá fugla sem verptu og komu upp ungum við Tjörnina um miðja síðustu öld .
Tvær helgar í janúar gerði ágæis veður. Arkaði ég með upptökutækin niður að Reykjavíkurtjörn sem var ísilögð. Stóð allt eins til að hljóðrita brak og bresti í ísnum, en ég komst fljótt að því að hann var ekki nógu kaldur, of mikill snjór á honum og að vanda of mikill umferðahávaði.
Fuglalífið varð því aðal viðfangsefnið þessar tvær helgar. Ákvað ég að staðsetja tækin á göngubrúnni frá Iðnó að Ráðhúsinu. Tveimur vatnahljóðnemum var stungið í Tjörnina u.þ.b. 20sm fyrir ofan botn með tveggja metra millibili. Fyrir ofan, á brúnni, voru hljóðnemar í XY uppsetningu.
Þarna má heyra hundgá, í fólki gefa öndum brauð og í útlendum ferðamönnum.
Undir yfirborði tjarnarinnar heyrast mikil skvamphljóð frá fuglum sem börðust um brauðið á yfirborðinu, einnig í skúfönd sem oftsinnis kafaði nærri hljóðnemunum. Þá heyrist málmhljóð þegar gengið er á brúnni og eitthvað slæst í burðarvirki hennar.

_______________________________________

In two worlds

In Reykjavik center is a quiet big pond or a lake with many bird species, like Swans, Gooses and Ducks. Often people feed this birds with bread so outburst is normal when birds grasp the breadcrumbs.
This recordings was made simultaneously both above and under water on four tracks. Two hydrophones where placed 2 meters apart and 20 cm above the pond bottom. On the steel bridge above was two cardioid in XY setup.

Above the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

In both worlds. Above and in the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

In the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

Recorder: Sound devices 744 w/552 preamp
Mics: Aquarian H2a-XLR (spaced omni) and Rode NT1a (XY)
Pix: Canon 30D

Read Full Post »

Friðland í Flóa

Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að heyrast í flugumferð.
Þeir sem telja sig þekkja fuglana sem heyrist í, ættu endilega að segja frá því með því að smella á linkinn hér fyrir neðan; “ Skildu eftir svar“.

_____________________________________________

Nature reserve in Flói 2011 – Part 2
This recording is almost straight continue from “Nature reserve in Flói 2011 – Part 1” published last November.
This part was recorded between 2am and 3am.
Now is less car traffic but instead two airplanes pass by.
Quality headphones are recommend while listening.
If you know the birds in this recording, you are welcome to write the name of them in “Leave a Comment“.

Short version
Download mp3 file (192kbps /2,7Mb)

Long version
Download mp3 file (192kbps / 41,2Mb)

Recorder: Korg MR1000 w/Sound devises 552 mixer. 24bit/48Khz
Mics: Rode NT1a.  NOS setup 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Nótt í friðlandinu í Flóa á suðurlandi

Fyrir rúmu ári setti ég á vefinn upptöku af fuglalífinu í friðlandinu í Flóa. Eftir þá ferð var ég harðákveðinn að koma aftur ári síðar.
Dagana yfir sumarsólstöður nú í sumar tjaldaði ég því við Eyrarbakka með allt mitt hafurtask.
Nú kom ég líka með suðminni magnara og hljóðnema. Rétt fyrir miðnætti lagði ég af stað frá tjaldsvæðinu við Eyrarbakka og hjólaði með tæki og tól inn á friðlandið. Það var ákveðið að taka upp alla nóttina, helst í 12 tíma, eða á meðan rafhlöður entust.
Veður var gott. Í raun nákvæmlega það sama og árið áður. Hiti u.þ.b. 5-7° C, léttskýjað og breytileg vindátt. Vindstyrkur var frá því að vera logn allt að 8 m/s sem því miður má stundum heyra í þessari löngu upptöku. Yfir daginn fór vindstyrkur upp í 15 m/s sem heyra má í hljóðfærslu frá því í ágúst s.l.
Með nýjum hljóðnemum varð útkoman skárri en árið áður.
Þó enn heyrist suð í tækjum (hvítt suð) þá skiluðu þau ágætum upptökum af ótrúlega lágværum hljóðum sem vart voru merkjanleg með berum eyrum. Þá var ekki hjá því komist að hljóðnemarnir tækju upp hljóð frá bílaumferð sem gátu ekki annað en verið í margra kílómetra fjarlægð, því ekki sást til allra þeirra sem heyrðust á hljóðritinu þessa nótt. Þá er suðið í briminu út með suðurströndinni mjög greinilegt. Breytti engu þó ég reyndi að koma hljóðnemunum í skjól og beina þeim í aðra átt.
Í upptökunni má heyra í mörgum fuglum. Ég ætla að láta hlustendur um að þekkja þá og koma með nöfn þeirra með því að “Rita ummæli” hér fyrir neðan.

________________________________________________

Nature reserve in Flói 2011 – Part 1
Last summer solstice I went to a nature reserve in Flói, in the south of Iceland to record birds life. The result was many hours of recording.
It is my intention to put most of it to the website in the future months. The recording below was recorded between 1:00 to 2:00 am.
The recording device give a brilliant result in this quiet atmosphere. Most of the background noise is coming from surf along south coast and some traffic noise.
Many birds are in this session like Red throated Loom and Phalarope. Other animals are sheep, horses and driving humans (Homo mobil petrolium).

Sækja mp3 skrá (192kbps / 37,8Mb)

Recorder: Korg MR 1000 v/Sound Devices 522 mixer
Mic: Rode NT1a. NOS setup, 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Starri á leið í hreiður

Vindur, væta og kuldi er lýsandi fyrir veðráttuna vorið 2011. Fuglar hættu við eða frestuðu varpi. Á sumarsólstöðum var ég staddur á friðlandi í Flóa í leit af fuglahljóðum. Ekki gekk það vel því úti var bæði rok og rigning. Á meðan ég lét tímann líða ákvað ég að taka upp inni í fuglaskoðunarhúsinu. Reglulega mátti heyra þrusk í starra sem var við hreiðurgerð í þakskegginu, nokkuð seint en líklega vegna ótíðar. Hér heyrist helst í vindi lemja kofann, í mófuglum og einmanna kind. En öðru hverju heyrist þrusk sem er annaðhvort vegna þess að starrinn er að koma eða fara og stundum að krafsa í vegginn. Ekki var að heyra að komnir væru ungar enda var hann í óða önn að bera strá í hreiðrið. Hér er á ferð ein af þeim upptökum þar sem ég gerði engar kröfur um árangur, en viti menn, hún skilar óvæntum uppákomum. Nokkuð sem gerist ansi oft ef maður einfaldlega byrjar að taka upp, skilur tækin eftir og hverfur sjálfur af vettvangi.

__________________________________

Foolish weather at summer solstice.
The spring at 2011 will be remembered as one of the strangest season for a long time in Iceland. The weather was cold, windy and wet, even snowing in June in the north and east. Many birds waited for nesting or even skiped it this year. Because of food shortage in sea many popular birds species like Puffins and Sterna at coast side have almost disappeared. In south west Iceland the weather was not so bad but anyway some birds was late to make their nest.
This session was recorded 21st of June, inside the bird watching house in nature reserve in Flóa, south Iceland. Because of wind and rain I could not record outside, so I just started recording inside the house. During that time I was outside, walking around and “waiting for better weather”. Wind was blowing in the house trough open window, in fact so much, Deadkitten dressed microphones could sometimes not withstand the wind. Outside birds and sheeps have their daily life. But under the roof of the house a sparrow was making a nest. Most of his action is audible trough the blowing wind as a wing flaps and “scratches” on the wooden wall.
This is one of the many recording there I did not expect anything, but surprise, the record have a plot.
Recorder: Korg MR1000 / w. Sound devices 552 preamp. 24bit/96khz
Mics: Rode NT1a
Pix: Canon D30 (see more pictures)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 21Mb)

Read Full Post »

« Newer Posts - Older Posts »