Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Music & release’ Category

Guitar on wall   Gítar á vegg

Mario Castelnuovo-Tedesco (1895 – 1968) fæddist í Flórens og starfaði fyrri hluta starfsævinnar á Ítalíu sem tónskáld og píanóleikari. Hann var af gyðingaættum og flúði til Bandaríkjanna árið 1939 með konu sinni og tveimur ungum sonum. Hann settist að í Hollywood, starfaði fyrir MGM Studios og samdi tónlist við fjölda kvikmynda. Hann samdi einnig mikinn fjölda annarra verka, þ.á.m. sjö óperur og yfir 300 verk fyrir gítar, þar á meðal tvo gítarkonserta og einn konsert fyrir tvo gítara. Tedesco var einnig eftirsóttur kennari, kenndi meða annarra John Williams, Henry Mancini og André Previn. Sá síðastnefndi lét eitt sinn þau orð falla að til þess að fá verkefni í kvikmyndaverum Hollywoods væri nánast skylda að vera nemandi Castelnuovo-Tedesco.
Hér er á ferðinni annar þáttur af þremur úr gítarkonsert nr. 1, í D dúr, ópus 99 sem saminn var fyrri hluta árs 1939 fyrir Andrés Segovia. Þessi annar þáttur sem byggður er á stefjum ítalskra þjóðlaga, er saknaðarfull kveðja til fósturjarðarinnar.
Þórarinn Sigurbersson spilar á gítar með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Oliver Kentish stjórnar. Tónleikarnir voru haldnir 13. febrúar 2011 í Seltjarnarneskirkju
Bæði Þórarinn og Oliver gáfu leyfi fyrir því að þetta færi á vefinn.

___________________________________

I am so lucky to be able to train my self recording a symphony orchestra several times a year.
On 13th February 2011 was the Amateur orchestra playing Guitar Concerto, Op. 99 by Mario Castelnuovo-Tedesco. Here is second episode; Andantino Romanza.
Guitar player is Þórarinn Sigurbergsson. Director Oliver Kentish
Recorder: Korg MR1000 1bit/5,644Mhz with two Sound devices 302 preamps
Mic: one pair SE4400 (MS setup for orchestra) and one pair SE1a (X/Y setup for guitar)
Pix: Nokia N82 – in local store Tónastöðin

Sækja mp3 skrá (192kbps / 9,8Mb)

Read Full Post »

Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.

Sækja mp3 skrá (192kbps /  31,8Mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)

Read Full Post »

Það hefur áður komið fram hér á Hljóðmynd að í Lækjargötu 10 eru nokkrir tónlistarmenn að spila keltneska tónlist á fimmtudagskvöldum. Fimmtudagurinn 29. apríl var engin undantekning. Nú voru menn hins vegar uppteknir við að spila bluegrass. Það sem hér má heyra spilað var tekið upp um og eftir miðnætti á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/96Khz. Myndin er tekin eins og heyra má á upptökustað.
Þess ber að geta að allir sem hafa áhuga á því að spila þessa tónlist eru hvattir til að mæta að Lækjargötu 10 á fimmtudagskvöldum. Það sárvantar t.d. bassa- og fiðluleikara svo eitthvað sé nefnt. Eldra efni má finna hér

Sækja mp3 skrá (192kbps / 30mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4mb)

Read Full Post »

Tvennt var það sem gerðist 21. mars 2010. Þá hófts gos í Eyjafjallajökli og  Johann Sebastian Bach (1685-1750) hefði orðið 325 ára gamalla ef honum hefði enst ævin. Þann dag hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna tónleika í Seltjarnarneskirkju og kom Bach þar við sögu.  Bach samdi margar kantötur, þ.e. tónverk í nokkrum þáttum með tónlesi á milli. Margar þeirra eru fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, sumar eingöngu fyrir einsöngvara og hljómsveit. Þær voru flestar samdar fyrir tiltekin tilefni svo sem kirkjuathafnir eða hátíðir. Varðveist hafa 195 kirkjulegar kantötur og allmargar um veraldleg efni. Kantatan númer BWV82, sem hér má heyra seinni hlutann af, var samin í Leipzig þar sem Bach var kantor í Tómasarkirkjunni frá 1723 til dauðadags 1750. Kantorsstaðan var mikil virðingarstaða því kantorinn stýrði öllum tónlistarflutningi í höfuðkirkjum borgarinnar.
Kantatan var samin fyrir kirkjuhátíð 2. febrúar 1727 til að minnast hreinsunar Maríu, þegar hún færði Jesú nýfæddan í musterið í Jerúsalem og færði fórn. Ekki er þó auðvelt að sjá samhengi milli texta kantötunnar og tilefnisins. Verkið er samið fyrir bassasöngvara, óbó og strengjasveit með fylgirödd. Til er seinni útgáfa af kantötunni fyrir sópran, fautu og strengi.
Í textanum er fallað um dauðann og þá hvíld sem hann veitir lífsþreyttum manni.
Hér er það Michael Jón Clarke sem singur en Oliver Kentish stjórnar.
Tekið var upp í DSD sniði 1bit/5,644Mhz á Korg MR1000 og Sound Device 305, 3ja rása mixer. Notast var við tvo SE-4400a hljóðnema (cardioid) sem staðsettir voru í 2,5 metra hæð yfir miðri hljómsveitinni. Michael syngur hins vegar í Rode NT2000 hljóðnema (fig.8) við hlið stjórnandans.
Það er fremur erfitt að ná góðum upptökum af heilli sinfóníuhljómsveit með aðeins þremur hljóðnemum, ekki síst þegar hljómsveitinni er ekki stillt upp fyrir þessa þrjá hljóðnema. Hér tekst þó hæfilega vel til. Bæði Oliver og Michael gáfu leyfi fyrir því að þessi upptökubútur færi á vefinn.
Sækja mp3 skrá.  192kbps / 20.4Mb

Read Full Post »

Á fimmtudögum mætir fólk með hljóðfæri á veitingahúsið Highlander að Lækjargötu 10 til að spilað af hjartans list, þá helst keltneska tónlist. Þangað mætir alltaf viss kjarni góðra spilara. Þá sýna sig líka byrjendur og þaulvanir snillingar. Það var fremur kalt úti þann 18. febrúar 2010 þegar ég mætti með upptökutæki.  Voru þar mættir fimm hljóðfæraleikarar. Var því fremur fámennt en góðmennt fyrst í stað. Síðar um kvöldið bættist annar við í hópinn sem bæði syngur og flautar lystavel. Verður það efni síðar sett á vefinn. Tekið var upp á Olympus LS10 í 48Khz/24bit. á MMaudio Binaural hljóðnema. Finna má fleiri upptökur frá veitingastaðnum Highlander á þessum vef.  Hljóðmyndin tekur 32 mínútur í spilun.

Sækja MP3 skrá (192kbps / 45mb)

Read Full Post »

Snorri Sigfús Birgisson (f. 1945) stundaði píanónám fyrst hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innritaðist síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni. Hann lauk einleikaraprófi 1974. Þá tók við framhaldsnám í píanóleik hjá Barry Snyder við Eastman School of Music í Bandaríkjunum og tónsmíðanám í Osló hjá Finn Mortensen og hjá Ton de Leeuw í Amsterdam. Veturinn 1978-79 bjó hann í París og árið eftir í London þar sem hann kenndi á píanó. Snorri hefur starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi síðan 1980. Hann hefur samið einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist og sinfónísk verk. Hymni fyrir strengjasveit var saminn árið 1982 fyrir Nýju strengjasveitina og frumflutt undir stjórn höfundar á tónleikum í Bústaðakirkju. Verkið samanstendur af 11 köflum sem allir eru í mixólýdískri tóntegund, mjög stuttir og hægir. Flutningur verksins er hér tileinkaður minningu Önnu Snorradóttur, móður tónskáldsins.
Upptakan sem hér má heyra með leyfi höfundar, er flutt af Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 7. febrúar 2010 í Seltjarnarneskirkju. Var hún tekin upp í DSD 1bit/5,644Mhz á Korg MR1000 og Sound device 305 formagnara. Tveimur SE4400 hljóðnemum (sterio) og einum SE4 (miðju), sem allir voru staðsettir á einni 2,5 metra hárri súlu framan við stjórnandann Oliver Kentish.
Sækja MP3 skrá (192kbps / 22.9mb)

Read Full Post »

Húsið byggði Þorsteinn Tómasson járnsmiður á árunum 1877-1878, á lóð norðan við bæinn Lækjarkot. Steinsmiðirnir Jónas og Magnús Guðbrandssynir hlóðu húsið og eru líklega einnig höfundar þess. Húsið var allt hlaðið úr íslensku grágrýti sem fengið var úr Skólavörðuholti, en kalkið til bindingar kom úr Esjunni. Er þetta eitt elsta íbúðarhúsið úr slíku byggingarefni í borginni. Árið 1884 var húsið lengt til suðurs og gerður inngangur með steintröppum á austurhlið. Einnig var þá búið að gera inngönguskúr úr grjóti við vesturhlið, en fyrir var inngangur á norðurgafli. Eftir það voru tvær íbúðir í húsinu og ekki innangengt milli þeirra. Árið 1905 var búið að setja kvist í gegnum húsið og þá voru komnir á það tveir inngönguskúrar, báðir við vesturhlið. Einhvern tímann síðar hefur kjallaraglugga verið breytt í dyr, en að öðru leyti er húsið lítið breytt.
Afkomendur Þorsteins Tómassonar bjuggu í húsinu fram yfir 1980 en þar hófu einnig rekstur nokkur fyrirtæki sem enn eru starfandi. Árið 1879 var Ísafoldarprentsmiðja þar til húsa og var þá sett þar upp fyrsta hraðpressan hérlendis. Breiðfjörðsblikksmiðja hóf starfsemi í húsinu árið 1902 og Sindri árið 1924. Árin 1904-1922 var verslunin Breiðablik í kjallara hússins en síðar var þar skóvinnustofa. Árið 1991 var húsið friðað að ytra byrði og hafa síðan verið gerðar ýmsar endurbætur sem hafa m.a. miðað að því að færa glugga til upprunalegs horfs. Einnig hafa verið gerðar nokkrar breytingar innanhúss og íbúðarhúsnæðinu verið breytt í veitingahús undir nafninu Highlander.
Á fimmtudögum hin síðustu misseri, hafa nokkrir tónlistarmenn haft þar „open session“, þar sem spiluð er t.d. keltnesk tónlist. Þegar ég kom þangað 29. janúar 2010 var samankominn fjöldi hljóðfæaraleikara frá ýmsum löndum. Fyrir utan Íslendingana voru komnir þar hljóðfæraleikarar frá Írlandi, Skotlandi og Noregi. Upptakan byrjar í miklu svaldri þar sem húsið var fullt af gestum.
Þá rúma tvo tíma sem upptakan stóð yfir minnkaði skvaldrið og ég komst nær hljóðfærunum og tónlistin varð greinilegri. Það sem hér má heyra eru aðeins fyrstu 19 mínúturnar í talsverðu skvaldri. Afgangurinn af upptökunni mun því heyrast í nokkrum færslum. Tekið var uppí 24bit/44Khz á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema.
Sækja Mp3 skrá.  (192kbps / 26,7Mb)

Read Full Post »

Skálholt77-78 (28)

Þá er komið að því að setja fyrsta efnið inn á vefinn. Hér er á ferðinni upptaka frá því 1978. Sá sem syngur er Þorleifur Magnús Magnússon (Brói), sonur Laufeyjar Jakobsdóttur, “Ömmu” í Grjótaþorpi, sem bjargaði mörgum ofurölvi unglingnum á þessum árum.  Upptakan er líklega frá því í febrúar 1978 og tekin upp í Skálholtsskóla þar sem við báðir, Brói og ég, stunduðum nám veturinn 1977-1978. Tekið var upp á Kenwood KX520 kassettutæki með dynamískum Kenwood MC501 hljóðnemum. Á þessum árum voru kassettur mjög dýrar. Því var oftast nær tekið upp á mjög lélegar kassettur eins og heyra má á upptökunni.

Sækja MP3 skrá (128kbps / 5mb)

Read Full Post »

« Newer Posts