Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Fuglar’

Nature reserve Floi

This recording is almost a straight continue from “Nature reserve in Flói 2012 – Part 1” that was recorded inside the bird watching shelter. Now the microphones are in the wetland, about 300 meters from the shelter. This is close to a pond, early morning 25th of June, around 3am. Now and then the gust strokes the field, but later one it gets more quiet.
This was a busy time for all residents in the area so the recording contains a lot of their activity.
Birds searching for food in the pound or in the grass around the microphones, like Red- necked Phalarope, Arctic stern, Red throat Loon and some ducks. Birds pass by with wing flaps. There is also a lonely barking dog, bleating sheep and whinny horses somewhere far away.
When morning sunbeams warm the field and the wind goes calm, billions of gnats start to fly in thick clouds up and down with impressive noise. Many other bird species are audible in this recording like Common Snipe, Golden Ploer, Whimbrel, Gull, Rooster and many other birds I can not named like some young birds. Sometimes young Loon are crying, while other birds sounds like Tod (n.b. no Frogs live in Iceland).
This is a very quiet nature recording so you should not play it loud. You should play it like you think you will hear it trough open window, as a background sound. Best way to listen details and explore all bird species is using quality open headphones This recording contain also very loud session when all Loons in all ponds in the area “scream” a territory call.
Surprisingly it looks like only one or two motorist is audible in this recording, a truck about 20 km away So the soundscape is almost as nice as it gets on our planet.
There is still many hours left of this recording in Flói. It will be published in coming months.

Friðland í Flóa 2012 – 2. hluti.

Hér er á ferðinni svo til beint framhald af 1. hluta, nema nú hafa hljóðnemarnir verið færðir út að tjörn norðaustur af fuglaskoðunarhúsinu. Upptakan er frá því 25. júní u.þ.b. kl. 3 eftir miðnætti. Heyra má í ýmsum fuglum í dagsins önn. Meðal fugla voru lómur, lóa, hrossagaukur, óðinshani, spói, auðnutittlingur, jaðrakan, stelkur, álft, tjaldur hettumáfur, kría, kjói og sílamáfur. Einhverjar andategundir voru svo á vappi og sveimi um svæðið á meðan á upptöku stóð. Í fjarska heyrist jarm, hundgá, hanagal og hnegg í hestum. Þegar fyrstu sólargeislarnir gægjast yfir Ingólfsfjall og verma svæðið lyftir flugan sér í þykkum sveimum með þéttu suði.
Aldrei þessu vant fer ekki mikið fyrir umferðarhávaða í þessu hljóðskeiði. Greina má þó bíla fara niður Kambana í 20 km fjarlægð. Í raun má greina ferðir þeirra frá Kömbum og fylgja þeim eftir austur fyrir Selfoss á upprunalegu upptökunni og fullum gæðum.
Þetta er lágvær upptaka. Það er því besta að spila hana á lágværum nótum eins og setið sé við opinn glugga. En fyrir þá sem vilja greina fuglategundir og önnur hljóð er mælt með að hlustað sé á upptökuna með góðum opnum heyrnartólum.
Margra klukkutíma efni var tekið upp á þessum stað. Fleiri upptökur munu því heyrast á komandi mánuðum.

Download mp3 file (192kbps / 40,3Mb)

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon EOS30D (see more pictures)

Read Full Post »

It is not every day when I am free from traffic noise. But when it happens it is possible to notice other small sounds in the surroundings.
That happened in beginning of June 2012 when I was at Krossholt at Barðastönd, in the northwest of Iceland.
One night someone was playing loud music in the neighborhood. The rumbling bass beat was noticeable all night along. During the night the wind started to blow from east with strong gusts. Suddenly nearby power line started to give a strange sound and the niggling beat from the neighborhood started to be interesting. In combination with the wind, power line, birdsong from the field and nearby cliff it started to be like a music from other planet. In fact it was a really interesting composition. Better than many modern human made compositions today. The intro is more than two minutes long, so just lay back in your chair, relax and listen.
High quality headphones are recommended.

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa alla nóttina. Rétt fyrir miðnætti tók vindinn upp og áttin breyttist. Þá gerðist það undraverða. Háspennulína í nágrenninu fór að klappa saman strengjum og gefa frá sér són. Skyndilega breyttust pirrandi taktföstu bassadrunurnar í skemmtilegan og framandi undirleik með strengjaleik háspennulínunnar. Söngur mó- og bjargfugla bættist svo við í bakgrunni eins og til að fullkomna tónverkið. Í fúlustu alvöru, þetta tónverk slær flestu því sem ég hef heyrt í langan tíma. Tónleikarnir stóðu frá kvöldi og langt fram undir morgun með ýmsum blæbrigðum með fjölbreyttu lagavali. Því miður tók ég aðeins upp tvö og hálft tónverk. Er fyrra heila tónverkið að finna hér.
Mælt er með að á þetta sé hlustað með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 34,7Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48Khz)
Mics: Rode NT1a.  NOS setup.
Pix: Canon 30D
Interesting link: Wired Lab

Read Full Post »

White Wagtail

I and my family spent a bank holiday last weekend in May in Union´s vacation house at Apavatn in south Iceland. The weather was typical for spring. Sunny, but cold and windy.
This was not exactly the best weather to record bird song, or “nice spring mood”, but when I placed the microphones not far away from the house, a White Wagtail gave me a nice tweet as a professional singer close to the microphones.
Not far away was a playground with big trampoline. Most of the background sound is the drumming sound from this trampoline, screaming children and waves from the lake. Through the all recording a weak tweet sound is coming from young bird in nearby nest.
In the end of the recording people are gathering together in a hot tub.

Það gustar um Maríuerlu.

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir ákafast eins og heyra má í bakgrunni.
Öldur börðu grjótið við vatnið og vindur gnauðaði í trjánum. Við hvert orlofshús var grenitré og virtust fuglar hafa hreiður í þeim öllum. Maríuerla ein var stöðugt á vappi við sólpallinn og góndi reglulega inn um gluggan hjá okkur. Þegar ég svo setti hljóðnemana út fyrir hús gerði hún sér litið fyrir og tísti góða aríu í gegn um rokið.

Download mp3 file (192kbps / 24,6mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Rode NT2a in spaced omni (60cm AB setup )
Pix: Canon 30D (see more picture)

Read Full Post »

Reykjavíkurtjörn

Í vetur bárust landsmönnum þær döpru fréttir að fuglalífi við Reykjavíkurtjörn hefði hrakað mikið síðustu ár. Það leiddi huga minn að því að ég ætti sama sem engin hljóðrit af fuglalífi við Tjörnina. En einhvers staðar á ég þó upptöku sem ég tók upp framan við Iðnó fyrir 30 árum.
Yfirþyrmandi umferðarniður hefur annars valdið því að ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við náttúruhljóð í miðbæ Reykjavíkur.
Framvegis skal verða breyting á, því spennandi verður að sjá hvort mönnum takist að endurheimta þá fugla sem verptu og komu upp ungum við Tjörnina um miðja síðustu öld .
Tvær helgar í janúar gerði ágæis veður. Arkaði ég með upptökutækin niður að Reykjavíkurtjörn sem var ísilögð. Stóð allt eins til að hljóðrita brak og bresti í ísnum, en ég komst fljótt að því að hann var ekki nógu kaldur, of mikill snjór á honum og að vanda of mikill umferðahávaði.
Fuglalífið varð því aðal viðfangsefnið þessar tvær helgar. Ákvað ég að staðsetja tækin á göngubrúnni frá Iðnó að Ráðhúsinu. Tveimur vatnahljóðnemum var stungið í Tjörnina u.þ.b. 20sm fyrir ofan botn með tveggja metra millibili. Fyrir ofan, á brúnni, voru hljóðnemar í XY uppsetningu.
Þarna má heyra hundgá, í fólki gefa öndum brauð og í útlendum ferðamönnum.
Undir yfirborði tjarnarinnar heyrast mikil skvamphljóð frá fuglum sem börðust um brauðið á yfirborðinu, einnig í skúfönd sem oftsinnis kafaði nærri hljóðnemunum. Þá heyrist málmhljóð þegar gengið er á brúnni og eitthvað slæst í burðarvirki hennar.

_______________________________________

In two worlds

In Reykjavik center is a quiet big pond or a lake with many bird species, like Swans, Gooses and Ducks. Often people feed this birds with bread so outburst is normal when birds grasp the breadcrumbs.
This recordings was made simultaneously both above and under water on four tracks. Two hydrophones where placed 2 meters apart and 20 cm above the pond bottom. On the steel bridge above was two cardioid in XY setup.

Above the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

In both worlds. Above and in the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

In the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

Recorder: Sound devices 744 w/552 preamp
Mics: Aquarian H2a-XLR (spaced omni) and Rode NT1a (XY)
Pix: Canon 30D

Read Full Post »

Friðland í Flóa

Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að heyrast í flugumferð.
Þeir sem telja sig þekkja fuglana sem heyrist í, ættu endilega að segja frá því með því að smella á linkinn hér fyrir neðan; “ Skildu eftir svar“.

_____________________________________________

Nature reserve in Flói 2011 – Part 2
This recording is almost straight continue from “Nature reserve in Flói 2011 – Part 1” published last November.
This part was recorded between 2am and 3am.
Now is less car traffic but instead two airplanes pass by.
Quality headphones are recommend while listening.
If you know the birds in this recording, you are welcome to write the name of them in “Leave a Comment“.

Short version
Download mp3 file (192kbps /2,7Mb)

Long version
Download mp3 file (192kbps / 41,2Mb)

Recorder: Korg MR1000 w/Sound devises 552 mixer. 24bit/48Khz
Mics: Rode NT1a.  NOS setup 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Nótt í friðlandinu í Flóa á suðurlandi

Fyrir rúmu ári setti ég á vefinn upptöku af fuglalífinu í friðlandinu í Flóa. Eftir þá ferð var ég harðákveðinn að koma aftur ári síðar.
Dagana yfir sumarsólstöður nú í sumar tjaldaði ég því við Eyrarbakka með allt mitt hafurtask.
Nú kom ég líka með suðminni magnara og hljóðnema. Rétt fyrir miðnætti lagði ég af stað frá tjaldsvæðinu við Eyrarbakka og hjólaði með tæki og tól inn á friðlandið. Það var ákveðið að taka upp alla nóttina, helst í 12 tíma, eða á meðan rafhlöður entust.
Veður var gott. Í raun nákvæmlega það sama og árið áður. Hiti u.þ.b. 5-7° C, léttskýjað og breytileg vindátt. Vindstyrkur var frá því að vera logn allt að 8 m/s sem því miður má stundum heyra í þessari löngu upptöku. Yfir daginn fór vindstyrkur upp í 15 m/s sem heyra má í hljóðfærslu frá því í ágúst s.l.
Með nýjum hljóðnemum varð útkoman skárri en árið áður.
Þó enn heyrist suð í tækjum (hvítt suð) þá skiluðu þau ágætum upptökum af ótrúlega lágværum hljóðum sem vart voru merkjanleg með berum eyrum. Þá var ekki hjá því komist að hljóðnemarnir tækju upp hljóð frá bílaumferð sem gátu ekki annað en verið í margra kílómetra fjarlægð, því ekki sást til allra þeirra sem heyrðust á hljóðritinu þessa nótt. Þá er suðið í briminu út með suðurströndinni mjög greinilegt. Breytti engu þó ég reyndi að koma hljóðnemunum í skjól og beina þeim í aðra átt.
Í upptökunni má heyra í mörgum fuglum. Ég ætla að láta hlustendur um að þekkja þá og koma með nöfn þeirra með því að “Rita ummæli” hér fyrir neðan.

________________________________________________

Nature reserve in Flói 2011 – Part 1
Last summer solstice I went to a nature reserve in Flói, in the south of Iceland to record birds life. The result was many hours of recording.
It is my intention to put most of it to the website in the future months. The recording below was recorded between 1:00 to 2:00 am.
The recording device give a brilliant result in this quiet atmosphere. Most of the background noise is coming from surf along south coast and some traffic noise.
Many birds are in this session like Red throated Loom and Phalarope. Other animals are sheep, horses and driving humans (Homo mobil petrolium).

Sækja mp3 skrá (192kbps / 37,8Mb)

Recorder: Korg MR 1000 v/Sound Devices 522 mixer
Mic: Rode NT1a. NOS setup, 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Laugardagsmorgun, þann 28. maí 2011, fór ég upp í Heiðmörk til að hljóðrita fuglalíf. Hálfum mánuði áður hafði ég farið á sama stað en þá gleymdist að ræsa upptökuna. Ferðin varð því ekki til fjár. Í þetta sinn átti það ekki að gerast aftur.
Ég kom mér fyrir við ósa Hólmsár þar sem hún rennur í Elliðavatn. Eitthvað dauft var yfir svæðinu þó auðvitað mætti heyra í fuglum í mikilli fjarlægð. Í upphafi var hávaði frá bílaumferð og flugvélum lítill, en jókst þegar nær dró hádegi.
Upptökutækið var búið að ganga á þriðja klukkutíma og ég farinn að huga að heimferð þegar ég hugsaði sem svo: ,,Magnús, mundu, í kringum þig gerist yfirleitt ekki neitt fyrr en þú ert búinn að slökkva á tækjunum og pakka þeim saman. Láttu tækin því ganga svolítið lengur.” Það reyndist líka heillavænlegt. Það markverðasta á þessari nærri þriggja tíma upptöku gerðist undir lokin og heyrist það hér.
Í fyrsta sinn nota ég Rode NT1-A hljóðnema sem ég hef ekki notað áður. Er hann talinn suðminnsti hljóðneminn á markaðnum. Hann er fyrst og fremst notaður sem sönghljóðnemi. En svo lengi sem hann kemst ekki í snertingu við vind þá hentar hann einstaklega vel í lágværar náttúruupptökur.
Í upptöku var skorið af við 180Hz. Ekki dugði það þó til að þagga niður í drunum frá bíla- og flugumferð höfuðborgarsvæðisins. Með parabólu komst ég að því að talsverður hávaði kom ofan af Hellisheiði. Má því búast við að eitthvað af þessu mikla grunnsuði komi frá blásandi borholum á heiðinni.
Í gegnum djöfulgang frá mannheimum má heyra í auðnutitlingi, spóa, óðinshana, kríu, hrossagauk, lóu, þresti og gæs. Þá heyrist bæði í mýflugum og humlu.

__________________________________________________

“Well, I suppose the spring have arrived”
This session is recorded in a swamp in forestry east of Reykjavik named Heidmork. This is the first time I use Rode NT1a in fieldrecording. I really love this quiet mic. In fact so much it will hereby follow where ever I bring my recorder. I think my Sennheiser ME-mics will take a rest for a while. I use “Dead kitten” as windshield because it shields better than WS2 foam, but anyway Dead kitten is not perfect solution. The wind was up to 10 m/s.
This spring have been very difficult for many birds. So far birdsong has not been lively previous weeks. After almost three hours recording something happens around the mics. This session is the last twenty minutes of this recording.
Sadly, there is a huge background noise in this recording. As usual, traffic noise, but possibly also a “blowing” noise from Geothermal Electric Power Plant about 25 km away.

Recorder: Korg MR1000. 24bit/96Khz w. Sound Devices 552 (180hz cut off)
Mic: Rode NT1-a in NOS 90°/30cm setup
Pix: Nokia N82 (see more pictures)
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 33Mb)

Read Full Post »

Til er hljóðheimur sem fáir vita um. Hann er þó ekki síðri en sá sem við þekkjum. Þessi hljóðheimur er fullur af lífverum sem gefa frá sér og tjá sig með hljóðum.
Hljóðheimur þessi skarast við  hljóðheim okkar við yfirborði sjávar.
Það er líklega orðið ljóst að hér er verið að tala um sjóinn. Það er alltaf spennandi að skyggnast þar niður með hljóðnema og hlusta eftir lífi og öðru sem þar er að gerast.
Þann 17. apríl 2011 gekk á með suðvestan slyddjuélnum og blíðskaparveðri þess á milli. Fór ég niður í Sundahöfn og stakk hljóðnemunum niður fyrir sjávarborð. Þar sem ég var við enda bryggjunnar í þokkalegu skjóli frá ljósavélum skipa og ríkjandi vindátt, þá liðaðist þung undiralda úr Faxaflóanum upp að brimgarði þar rétt hjá.
Í þessari upptöku heyrist þegar aldan leggst að grjótinu í brimgarðinum og laus steinn vaggar í hleðslunni. Þá heyrast smellir frá rækjum og bláskeljum.
Í upphafi upptökunar heyrast drunur frá þyrlu sem flýgur yfir Viðey. Síðar kafar skarfur eða æðarfugl tvívegis eftir fæðu og róta í botninum.
Þeir vatnahljóðnemar sem þarna eru notaðir eru mjög næmir. Því heyrist því miður vindgnauðið frá hljóðnemasnúrum þegar hvöss él og vindhviður ganga yfir.
Það er ekki mjög greinilegt á þessari vefúgáfu, en á upprunalegu upptökunni heyrist greinilega þegar élin skella á haffletinum eins og á þak á skýli.
Grunnsuðið er að mestu leyti bundið við annan hljóðnemann sem því miður suðar heldur meira en hinn. Þá heryrist í ljósavél í skipi sem bundið var við Skarfabakka.
Það skal tekið fram að þetta er óvenju hljóðlát upptaka úr Sundahöfn. Undir yfirborði Sunahafnar er vejulega óbærilegur háfaið frá ljósavélum. Háfaðinn er síðan enn meiri frá skipsskrúfum skipa þegar skip koma og fara.
Mælt er með því að hlusta á upptökuna í góðum opnum heyrnartólum og á miðlungs- lágum hljóðstyrk.

Birds searching food.

This is a peaceful undersea recording. Soft but heavy waves are coming from the ocean falling on nearby breakwater.
Shortly after the recording start a helicopter fly over the recording place.  All the time shrimps and shells make a “crack” or „sparking“ sound.
Not far away duck or cormorant are diving and searching food on the ocean floor. The birds do that several times during the session. Shortly after the first diving a hailstorm hit the recording place.
Almost in the end of the session, something fall inside in a nearby ships (ca 1 km away).
This recording was made with two Aquarian hydrophones attached with  2,5 meter long „mic bar“ to separate them from each other.
Some of the background noise is a wind when it is strokes the hydrophone cable and the boom. In distance a ship generator is running
This is unusual peaceful moment in Sundahöfn harbor. Normally is this terribly noisy place because of ships engines, generators  and propellers.
Quality open headphones are recommended while listening at low to mid level.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 39,5Mb)

Recorder: Sound devices 552 (24bit/96Khz).
Mics: Aquarian H2a-XLR Hydrophone.
Pix: Olympus 4040 in Ewa-Marine pocket.

Read Full Post »

Í vetur hef ég reglulega fóðrað fugla hverfisins með brauði og öðrum matarleifum.
Þann 18. mars 2011 gekk á með vestan útsynningi þar sem skiptist á með hvössum éljum, dúnmjúkri snjókomu, glaða sólskini og logni. Stillti ég upp hljóðnemum í um tveggja metra fjarlægð frá fóðurstað.
Fuglar sveimuðu í kring og sumir ætluðu að setjast í fóðrið en það var eins og eitthvað væri að. Ég fór því að fylgjast betur með atferli þeirra. Þeir virtust hræðast Blimp vindhlífina sem var utan um hljóðnemana. Hún líkist einna heilst feitum stórum gráum ketti. Það var því ekki furða þó styggð væri í fuglunum. Það tók einn og hálfan tíma þar til fyrsti fuglinn settist í fóðrið og aðrir fygldu á eftir. En margir þeirra höfðu athyglina á vindhlífinni fremur en á fóðrinu. Þeir ruku því upp hvað eftir annað í sínu taugastríði upp í trén. Á endanum tóku þeir þó vindhlífina í sátt. Brauðið var því fljótt að hverfa úr mjöllini.
Hér er á ferðinni upptaka sem mér hefur gengið erfiðlega að hljóðrita vegna hávaða frá bílaumferð. En þennan dag féll talsverður snjór í borginni sem deifði mjög mikið hávaðann frá umferðinni. Það heyrist því mun betur í vænjaþyti og tísti fuglanna. Þarna voru fuglar eins og starri, skógarþröstur og svartþröstur.  Í fjarlægð má heyra í krumma og hundi. Síðari hluti þessarar upptöku verður birtur síðar. Þá hafði fuglum fjölgað umtalsvert.

______________________________________

Feeding Starlings, Redwings, and Blackbirds.
The weather was windy with some snowfall and sunny moments.
The birds was spooked around the Blimp windshield (it looks like big fat gray cat) so they fly up and down frequently during the recording session. The mics was placed about 2meters away from feeding place.
The traffic noise is much lower than usual because new falling snow.
You can hear wingflaps mostly from Starlings and Readwings. Also croaking Raven and a barking dog in next street.
During this session number of birds is growing fast. Later one I will publish the rest of whole session when about fifty birds was singing and flying around the recording place.

Recorder: Sound Divices 552, 24bit/96Khz
Mic: MS setup. Rode NT2a (fig.8 side mic) and Sennheiser ME64 (mid mic)
Pictures: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá (192kbps / 15,3Mb )

Read Full Post »

Æðarfugl við Bakkagranda fjöru

Það eru ófáar ferðirnar sem ég hef farið út á Seltjarnarnes til að hljóðrita. Ein af mínum uppáhalds upptökum er frá því 10. júní 1994. Hefur hún verið fáanleg í fullri lengd á CD diski í nokkur ár.
Hér er á ferðinni eitt þessara hljóðrita þar sem allt gekk upp til að hljóðritið heppnaðist. Algert logn var á upptökustað, sem var ströndin undan Bakkagranda. Æðarfuglinn kom alveg upp að hljóðnemunum með unga sína. Hér má því heyra kollur kenna ungum fæðuleit og einstaka blika slást. Þá heyrist í kríu, tjaldi, hrossagauk og öðrum fuglum.
Hef ég farið margar andvökuferðir út á Nes til að reyna að fanga svipað hljóðrit. En það hefur ekki tekist. Fyrst og fremst stafar það af því að nú er stöðug umferð bíla fram og til baka út á Nes allan sólarhringin.
Það merkilega við þessa upptöku er hvað hún hefur varðveist vel miðað við að hún var tekin upp á kassettu fyrir tæpum tveimur áratugum. Nánari upplýsingar má finna á sölusíðu.

_________________________________

Birdlife at Seltjarnarnes in June 1994.
The birds are mostly Common Eider and ducklings searching for food in the beach, Artic Tern and Oystercatcher.
This recording is/was avalible in full length on CD in 16bit/44,1Khz on Sale page
Recorder: Sony TC-D5M (TDK metal bias tape)
Mic: Sennheiser ME20 and ME80 (40cm apart/100°)
Picture was taken 17 years later at recording place.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 41mb)

Read Full Post »

« Newer Posts - Older Posts »