Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Vindur’

021120124385

In last week of August the first “real winter storm” arrived to Iceland, with strong cold wind and snow down to 300 m o.s. Luckily it was not as bad as weather forecast expected.
But for sure more and stronger storms will arrive in coming months. Sometimes it happens during high tide and with extremely low air pressure so the whole harbor is floating in deep seawater.
Last autumn 2012, we got at last two times a “real storm”, and both this storms arrived while I was at work. It was really dangerous to be outside so we spent most of the day inside. Regularly we heard loud “drumming sound” and got a taste of an earthquake when containers and reefers flew of the stacks to the ground.
Following recording was recorded in one of those bad weather situations 2nd of November 2012. It is mostly audible wind noises with flying garbage around when suddenly somewhere in the harbor one container take off from a stack and fells to the ground.

Fljgúandi gámar

Upptaka frá Sundahafnarsvæðinu í Reykavik frá því 2. november 2012, þegar gekk á með miklu norðan hvassviðri. Þá fór mikið af Sundahafnarsvæðinu á flot og nokkrir gámar tókust á loft með miklum látum. Í upptökunni sem hér fylgir má heyra í gám þegar hann fellur úr stæðu einhvers staðar á svæðinu.

Download mp3 file (192kbps / 29,7Mb)

Recorder: Sound Devices 788
Mics: Sennheier MKH30/40. MS setup in Recote windshield
Pics: Nokia N82

Read Full Post »

Cloud over nature reseve in Flói

As usual at summer solstance I recorded birds and ambiance in the nature reserve in Flói south of Iceland. Something I hope I will have an opportunity to do in coming years.
All three past years I have got almost the same weather. Variable, but no heavy rain or storm. It has been just perfect for all kinds of ambiance recording. And even though I have put the microphones almost at the same place every time, have I always detected some new sound or soundscape.
This year when I arrived to the bird watching shelter in the nature reserve the wind was too strong. But inside the shelter was a window covered with hundreds of humming gnats.
All batteries were ready for many hours of recording so I push on “Record” and vent out to the moors for sleep. Next three hours the wind slowly goes down.
Following recordings was made between midnight and half past two at 25th of June.
Earlier recording was made between 12 and 1am. Mostly gusts and gnats. Birds are barely audible.
The second recording was made around 2 am. Wind has go down and the birds have start to sing.
N.b. This is indoor recording so all birds sounds strange in this session.
After half past three I move the microphones to the field and start to record the birds in details. That will be publish in some parts in coming moths.

Friðland í Flóa 2012. 1. hluti.

Þriðja sumarið í röð mætti ég í friðland í Flóa til að taka upp fuglalíf og stemmningshljóð. Mætti ég í friðlandið  um miðnætti þann 25. júní . Í fyrstu hentaði veðurlag og fuglalíf  ekki til upptöku. En fremur en að gera ekki neitt kom ég hljóðnemum fyrir innandyra í fuglaskoðunarhúsinu, enda af nægu að taka þar. Sjálfur fór ég út og lagðist til svefns á milli þúfna. Þegar ég vaknaði hafði upptaka staðið yfir í rúma tvo  tíma.
Þau hljóðrit sem hér koma voru tekin úr þessu tímabili með rúmu klukkutíma bili. Það fyrra er tekið upp fyrir klukkan eitt þar sem vindur og mýfluga leika stærstu hlutverkin. Í því síðara sem tekið var upp um klukkan tvö er vind farið að lægja og fuglalíf að færast í aukana.
Athugið að fuglahljóðin eru ekki eðlileg þar sem tekið er upp innandyra. Fuglahljóð berast því öll inn um opna glugga hússins.

1 am session.
Download mp3 file (192kbps / 26,8Mb)

2 am session.
Download mp3 file (192kbps / 28,2Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (48Khz /24bit)
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (more pictures)
Listen to earlier recordings from nature reserve in Flói

Read Full Post »

White Wagtail

I and my family spent a bank holiday last weekend in May in Union´s vacation house at Apavatn in south Iceland. The weather was typical for spring. Sunny, but cold and windy.
This was not exactly the best weather to record bird song, or “nice spring mood”, but when I placed the microphones not far away from the house, a White Wagtail gave me a nice tweet as a professional singer close to the microphones.
Not far away was a playground with big trampoline. Most of the background sound is the drumming sound from this trampoline, screaming children and waves from the lake. Through the all recording a weak tweet sound is coming from young bird in nearby nest.
In the end of the recording people are gathering together in a hot tub.

Það gustar um Maríuerlu.

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir ákafast eins og heyra má í bakgrunni.
Öldur börðu grjótið við vatnið og vindur gnauðaði í trjánum. Við hvert orlofshús var grenitré og virtust fuglar hafa hreiður í þeim öllum. Maríuerla ein var stöðugt á vappi við sólpallinn og góndi reglulega inn um gluggan hjá okkur. Þegar ég svo setti hljóðnemana út fyrir hús gerði hún sér litið fyrir og tísti góða aríu í gegn um rokið.

Download mp3 file (192kbps / 24,6mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Rode NT2a in spaced omni (60cm AB setup )
Pix: Canon 30D (see more picture)

Read Full Post »

Ekki er hægt að segja að veðrið hafi verið skemmtilegt það sem af er aprílmánuði.  Kuldi, hávaðarok og leiðinda rigning eða éljagangur.
Einn versti dagurinn var líklega 10. apríl. Þá gerði hávaðaútsýning um allt land, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Margir urðu veðurtepptir víða um land. Útihús og þök fuku og tré brotnuðu í görðum, þar á meðal í garðinum mínum. Á meðan mest gekk á var ég víðs fjarri á ofboðslegu tertu- og kökuáti í fermingarveislu. Þegar heim var komið var garðurinn í rúst og veðrið gengið niður. En áfram gekk þó á með hvössum éljum svo það buldi á húsinu á meðan á því gekk. Ég setti því hljóðnema upp á háaloft þar sem greinilega mátti heyra það sem á þakið féll.

________________________________

Waiting for the spring.
Hail storm recorded in storage under a roof.
Recorder: Sound devices 552. 24bit/48khz
Mics: Rode NT1a (NOS 90°/30cm)
Pix: Canon 30D

Sækja mp3 skrá  (192kbps / 14,5mb)

Read Full Post »

Þennan föstudag fyrir tæpum 2000 árum telja kristnir menn að Jesú hafi verið krossfestur. Það var fátt sem minnti á þann atburð 3. apríl 2010 þegar ég var staddur á Ísafirði. Ég gerði mér þó ferð að kirkjugarðinum í Engidal við Skutulsfjörð þar sem finna mátti nokkurt safn af krossum á leiðum kristinna manna. Því má segja að það hafi verið nokkuð táknræn ferð þó tilefnið hafi fyrst og fremst verið að forðast vélarhljóð nærri mannabyggðum.
Mikið vetrarríki ríkti þennan dag með talsverðu frosti. Gekk á með hvössum, dimmum  hríðarbyljum og skafrenningi. Það var því ærið tilefni til að reyna að fanga andrúmsloftið í kirkjugarðinum sem eflaust öllum lifandi verum hefði þótt kuldaleg upplifun.
Tekið var upp á Korg MR1000 í 24bit/192Khz. Hljóðnemar voru Sennheiser ME64 í Rode Blimp vindhlífum sem voru í u.þ.b. 80°.
Helst heyrist í vindinum sem leikur um runnahríslur garðsins. Borði á kransi blaktir á nýtekinni gröf og strengur klappar fánastöng í fjarska. Þá sígur hljóðmaður öðru hvoru hor í nös þar sem hann hírist skjálfandi bak við húsvegg kapellunar í garðinum.  Það sem líklega heyrist aðeins sem lágvært suð hér á netútgáfu þessarar upptöku eru snjókornin sem strjúkast við snjóbreiðuna í skafrenningnum.
Á meðan á upptöku stóð fennti upptökutækið nærri í kaf. Upptökunni lauk þegar þrífóturinn sem hljóðnemarnir stóðu á fauk um koll. Það er þó ekki látið fylgja hér.
Ljósmyndin er tekin á upptökustað.
Sækja MP3 skrá.  192kbps / 29Mb

Read Full Post »

ovedur

Þann 11.desember 2008 gerði suðaustan hvell. Fylgdi þessu mikil rigning með mjög snörpum vindhviðum. Hófst veðrið um kl 18 og var því lokið um miðnætti. Milli kl 21:30 og 22 fór ég út á Sundahafnarsvæðið á verkstæðisbílnum og hljóðritaði ósköpin inni í bílnum.  Gámastæður höfðu fokið eins og pappakassar með tilheyrandi tjóni, þakklæðing á Vöruhóteli Eimskips hafði einnig skemmst. Þá var gámasvæðið allt meira og minna á floti þar sem niðurföllin höfðu ekki undan að svelgja regnvatnið. Það var því bæði hættulegt og skuggalegt að fara út í þennan veðurofsa. Upptakan er gerð á Olympus LS10 og á innbyggðu hljóðnemana í 44,1 kHz /16 bit sniði. Myndin er tekin í Sundahöfn við svipaðar veðuraðstæður.

Sækja MP3 skrá (128kbps / 4,6Mb)

Read Full Post »

« Newer Posts