Það er ekki auðvelt að hljóðrita þögn og skila því frá sér svo einhver nenni að hlusta. En satt best að segja tókst mér það á dögunum undir húsvegg í friðlandinu í Flóa. Undir norðurhlið hússins hefur sauðfé greinilega skýlt sér gegn sunnan sudda eða frá heitum sólargeislum. Það er sauðfé eðlislægt að gera þarfir sínar þar sem það setndur. Því vantaði ekki sauðataðið undir húsvegg fuglaskoðunarhússins sem stendur í miðju fuglafriðlandinu.
Nýju taði fylgja flugur og á þeim var enginn skortur að þessu sinni. Flugnasuðið var svo gott sem það eina sem ég heyrði fyrir utan suðið í eigin höfði. Það kom því svolítið á óvart að hljóðritið skilaði talsvert meiru af hljóðum. Vissulega heyrist mikið grunnsuð, ekki aðeins frá tækjum heldur líka frá flugvélum og bílaumferð norðan og sunnan við upptökustaðin. Þá barst líka talsverður “hávaði” frá öldurótinu við ósa Ölfusár. Fyrir utan flugnasuðið heyrist auðvitað líka í fuglum þó það komi mest á óvart hversu vel það heyrist þar sem þeir virtust flestir vera víðs fjarri á meðan á upptöku stóð.
Önnur hljóð eru líklega þenslusmellir í húsinu, léttir smellir frá gluggaloku og einn þenlusmellur frá öðrum hljóðnemanum. Seinni hluta upptökunnar heyrist í bíl sem kemur að bílastæði friðlandsins og að lokum þegar fólkið úr þeim bíl kemur og stígur á pallinn sunnan við húsið.
Tekið var upp þann 24. júní 2010 milli kl 17 og 18 á Korg MR1000 í 24bit/192Khz og Sennheiser ME62 hljóðnema. Þeim var vísað til norðurs með 90° horni, u.þ.b. 60cm frá húsveggnum.
Myndin er tekin sama dag nærri upptökustað. Horft er til horðurs í átt að Hveragerði (sjá fleiri myndir).
Sækja mp3 skrá (192kbps / 33,4Mb)
Fyrir rétt rúmum mánuði, þann 4. maí,
Svartþröstum virðist fjölga hér á landi. Eru þó vart meira en 20 ár frá því hann fór að verpa hér á landi. Fyrst tók ég eftir honum fyrir u.þ.b. fjórum árum í Vogahverfinu þegar ég átti þar leið um snemma á morgnana.


Það var líklega um hvítasunnu 1985 sem við fórum nokkur saman í tjaldútilegu að Laugarvatni. Að sjálfsögðu hafði ég með mér Sony TC-D5 upptökutæki og ME20 hljóðnema. Þegar klukkan var farin að nálgast 4 að morgni rölti ég til suðurs frá tjaldsvæðinu austur af Laugarvatni og hóf upptöku líklega um 500 metra frá veginum. Á meðan á því stóð steinsofnaði ég á milli þúfna.

