Vorið 2011 benti allt til þess að geitungar myndu eiga erfitt uppdráttar. En það gerðist þó að trjágeitungur byrjaði að búa til hreiður yfir skúrhurðinni hjá mér. Ekki leið á löngu þar til hreiðrið var á stærð við mandarínu. Eggin, sem líklega voru allt að því 15 að tölu, fóru dag frá degi stækkandi og dökknuðu. Að staðaldri var ekki annað að sjá en að í því væru tvær þernur að sísla við eggin. Á daginn var drottningin í stanslausum ferðum, eða að meðaltali inn og út um opið á 2-4 mínútna fresti. En um nóttina fækkaði ferðum sem urðu þá á 20 – 30 mínútna fresti.
Daginn eftir að þessi upptaka fór fram, sem var 7. júlí, eyddi ég búinu því eggin voru greinilega að klekjast út, sem gert hefði alla eyðingu erfiðari.
______________________________________________
Queen kill a worker Wasp traffic recorded close to Wasp nest in Reykjavik 7th of July 2011. First session was recorded when the hair of the mic´s furry was so close to the wasp nest´s door the queen could not access in to the nest. Slowly trough the session the queen gets more angry. And when I moved the mic from the nest she killed one of the two workers in the nest (sorry, I did not record that).
The second session is recorded with the mic more far from the nest. The queen comes and goes when searching for food in daily life.
Most of the audible sound from the nest is the queen and workers footsteps and wing flaps when the queen leaves or accesses the nest.
Vindur, væta og kuldi er lýsandi fyrir veðráttuna vorið 2011. Fuglar hættu við eða frestuðu varpi. Á sumarsólstöðum var ég staddur á friðlandi í Flóa í leit af fuglahljóðum. Ekki gekk það vel því úti var bæði rok og rigning. Á meðan ég lét tímann líða ákvað ég að taka upp inni í fuglaskoðunarhúsinu. Reglulega mátti heyra þrusk í starra sem var við hreiðurgerð í þakskegginu, nokkuð seint en líklega vegna ótíðar. Hér heyrist helst í vindi lemja kofann, í mófuglum og einmanna kind. En öðru hverju heyrist þrusk sem er annaðhvort vegna þess að starrinn er að koma eða fara og stundum að krafsa í vegginn. Ekki var að heyra að komnir væru ungar enda var hann í óða önn að bera strá í hreiðrið. Hér er á ferð ein af þeim upptökum þar sem ég gerði engar kröfur um árangur, en viti menn, hún skilar óvæntum uppákomum. Nokkuð sem gerist ansi oft ef maður einfaldlega byrjar að taka upp, skilur tækin eftir og hverfur sjálfur af vettvangi.
__________________________________
Foolish weather at summer solstice.
The spring at 2011 will be remembered as one of the strangest season for a long time in Iceland. The weather was cold, windy and wet, even snowing in June in the north and east. Many birds waited for nesting or even skiped it this year. Because of food shortage in sea many popular birds species like Puffins and Sterna at coast side have almost disappeared. In south west Iceland the weather was not so bad but anyway some birds was late to make their nest.
This session was recorded 21st of June, inside the bird watching house in nature reserve in Flóa, south Iceland. Because of wind and rain I could not record outside, so I just started recording inside the house. During that time I was outside, walking around and “waiting for better weather”. Wind was blowing in the house trough open window, in fact so much, Deadkitten dressed microphones could sometimes not withstand the wind. Outside birds and sheeps have their daily life. But under the roof of the house a sparrow was making a nest. Most of his action is audible trough the blowing wind as a wing flaps and “scratches” on the wooden wall.
This is one of the many recording there I did not expect anything, but surprise, the record have a plot.
Recorder: Korg MR1000 / w. Sound devices 552 preamp. 24bit/96khz
Mics: Rode NT1a
Pix: Canon D30 (see more pictures)
Það var mikið um að vera í miðbæ Reykajvíkur 17. júní 2011 á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fólk fjölmennti í bæinn og tók þátt í ýmsum viðburðum. Um kvöldið var harmónikkuball í Ráðhúsinu. Þangað mætti mikið af eldri borgurum og skemmtu sér konunglega við dans við undirleik Harmónikkufélags Reykjavíkur. Þegar ég mætti á svæðið með upptökutækið var farið að líða að lokum en margt fólk þeyttist enn um gólfið eins og um tvítugt væri.
Þess skal getið að leyfi fékkst fyrir að setja harmónikkuleikinn á vefinn.
________________________________________
Accordion ball in town hall
Icelanders keep the Independence Day at 17th of June. All over the country people was celebrating with all kind of entertainment such as concerts and dances and other things. Now this year in the evening, a accordion ball was held in the Reykjavik City Hall. The players in the accordion band were members in the Accordion club of Reykjavik (Harmonikufélag Reykjavikur). As usual mostly older people met at the ball to dance but younger people and shy pass by, watch and listen.
I went there and recorded the last part of the ball.
Here are two sessions. The first one I have the microphones far away from the band almost amid the crowd of the dancing people. In the second session I have the microphones close to the stages and the accordion band.
Um miðjan mars 2011 var ég sendur austur á Reyðarfjörð til að sinna viðgerð á Gottwald HMK300E hafnarkrana, öðru nafni Jötunn II. Krana þennan eignaðist Eimskip sumarið 2004. Var hann fyrstu árin í Sundahöfn í Reykjavík eða til ársins 2007. Þá fékk Eimskip það verkefni að sjá um lestun og losun í tengslum við álverið í Reyðarfirði. Jötunn var því sendur austur þar sem hann hentaði vel í verkefnið.
Er hér um að ræða 5. kynslóð krana frá Gottwald. Stendur þessi u.þ.b. 70 metra hái og rúmlega 400 tonna krani á sjö hásingum og 28 hjólbörðum sem skila honum um allt hafnarsvæðið. Gengur hann á díselvél sem keyrir 500KW rafal. Rafmótorar og glussastkerfi sjá svo um hreyfingu kranans sem stýrast af PLC stýringum og tíðnibreytum.
Bilunin lýsti sér með þeim hætti að eftir að unnið hafði verið við lestun eða losun um stund þá kom upp viðvörun á skjá um að spreddi (Gámagripla – Spreader frá Bromma) væri bæði opinn og læstur. Bilunin stöðvaði kranann og varð að endurræsa hann til að halda áfram vinnu. Var þessi bilun farin að ágerast og farin að tefja losun og lestun skipa.
Í ljós kom að “draugaspenna” kom frá spredda. Það varð til þess að liðar fyrir bæði “opin og læstur” skipunina fóru í lokaða stöðu. Tölva í spredda gaf þó ekkert óeðlilegt til kynna.
Ég vissi þó að útgangar spredda eru thýristorar sem gáfu vissar vísbendingar. Eftir nokkrar mælingar fór því að læðast að mér grunur um að koma mætti í veg fyrir bilunina með því að auka örlítið álagið á útgangana. Það reyndist rétt og fór krani að vinna eðlilega eftir að bætt hafði verið við álagið.
Hér heyrast þrjú hljóðdæmi sem voru tekin upp eftir að kraninn var komin í lag og hann var í prufukeyrslu.
Það fyrsta er úr vélarúmi kranans. Það næsta er í stýrishúsi uppi í turni og það þriðja í töfluklefa . Má þar helst heyra í opin-læstur liðanum smella þegar spreddi læsir sig við gám og losar.
________________________________________________
Gottwald HMK300E in duty
Even though machines are often my worst enemy while recording in nature, machines by their own can often make interesting sound. Ward Weis from Belgium remind me some weeks ago I should look for it when I listen on his Washing machine website.
When I am in work I normally need to listen and feel the tools and machines I am working with. I was repair harbor crane in Reyðarfjörður east of Iceland in Mars 2011. I bring with me a recorder and recorded some places in the crane while crane was tested after repair.
Machinery room. Mics are near the hoist gear. Most of the noise comes from hydraulic pump when lifting boom. Then cooling fan on the Hoist motor and the „song“ in the variable frequency and speed in the hoist motor. In background is the diesel motor (in another room). Sometimes are the disk brake clapping. Sækja mp3 skrá. (196kbps / 6,2Mb)
Tower cabin. Mics are behind the crane operator beside a control cabinet. The open door on the cabinet are sometimes shaking rapidly. Switches are clapping and a radio is playing on low level. Sounds from outside are the hydraulic pump and swivel motor. Diesel engine sounds differently on different load. In more far distance noise comes from container when landing on ground or when spreader is landing on the container. Sækja mp3 skrá. (192kbps / 4,9Mb)
Electronics room. Mics are between hoist and swivel speed controllers. Most of the noise comes from cooling fans in the controllers. Some switches are clapping. Sækja mp3 skrá. (196kbps / 1,7Mb)
Recorder: Sound devises 552
Mics: Rode NT4
Pix: Canon D30. See more pictures
Laugardagsmorgun, þann 28. maí 2011, fór ég upp í Heiðmörk til að hljóðrita fuglalíf. Hálfum mánuði áður hafði ég farið á sama stað en þá gleymdist að ræsa upptökuna. Ferðin varð því ekki til fjár. Í þetta sinn átti það ekki að gerast aftur.
Ég kom mér fyrir við ósa Hólmsár þar sem hún rennur í Elliðavatn. Eitthvað dauft var yfir svæðinu þó auðvitað mætti heyra í fuglum í mikilli fjarlægð. Í upphafi var hávaði frá bílaumferð og flugvélum lítill, en jókst þegar nær dró hádegi.
Upptökutækið var búið að ganga á þriðja klukkutíma og ég farinn að huga að heimferð þegar ég hugsaði sem svo: ,,Magnús, mundu, í kringum þig gerist yfirleitt ekki neitt fyrr en þú ert búinn að slökkva á tækjunum og pakka þeim saman. Láttu tækin því ganga svolítið lengur.” Það reyndist líka heillavænlegt. Það markverðasta á þessari nærri þriggja tíma upptöku gerðist undir lokin og heyrist það hér.
Í fyrsta sinn nota ég Rode NT1-A hljóðnema sem ég hef ekki notað áður. Er hann talinn suðminnsti hljóðneminn á markaðnum. Hann er fyrst og fremst notaður sem sönghljóðnemi. En svo lengi sem hann kemst ekki í snertingu við vind þá hentar hann einstaklega vel í lágværar náttúruupptökur.
Í upptöku var skorið af við 180Hz. Ekki dugði það þó til að þagga niður í drunum frá bíla- og flugumferð höfuðborgarsvæðisins. Með parabólu komst ég að því að talsverður hávaði kom ofan af Hellisheiði. Má því búast við að eitthvað af þessu mikla grunnsuði komi frá blásandi borholum á heiðinni.
Í gegnum djöfulgang frá mannheimum má heyra í auðnutitlingi, spóa, óðinshana, kríu, hrossagauk, lóu, þresti og gæs. Þá heyrist bæði í mýflugum og humlu.
“Well, I suppose the spring have arrived”
This session is recorded in a swamp in forestry east of Reykjavik named Heidmork. This is the first time I use Rode NT1a in fieldrecording. I really love this quiet mic. In fact so much it will hereby follow where ever I bring my recorder. I think my Sennheiser ME-mics will take a rest for a while. I use “Dead kitten” as windshield because it shields better than WS2 foam, but anyway Dead kitten is not perfect solution. The wind was up to 10 m/s.
This spring have been very difficult for many birds. So far birdsong has not been lively previous weeks. After almost three hours recording something happens around the mics. This session is the last twenty minutes of this recording.
Sadly, there is a huge background noise in this recording. As usual, traffic noise, but possibly also a “blowing” noise from Geothermal Electric Power Plant about 25 km away.
Recorder: Korg MR1000. 24bit/96Khz w. Sound Devices 552 (180hz cut off)
Mic: Rode NT1-a in NOS 90°/30cm setup
Pix: Nokia N82 (see more pictures) Sækja mp3 skrá. (192kbps / 33Mb)
Til er hljóðheimur sem fáir vita um. Hann er þó ekki síðri en sá sem við þekkjum. Þessi hljóðheimur er fullur af lífverum sem gefa frá sér og tjá sig með hljóðum.
Hljóðheimur þessi skarast við hljóðheim okkar við yfirborði sjávar.
Það er líklega orðið ljóst að hér er verið að tala um sjóinn. Það er alltaf spennandi að skyggnast þar niður með hljóðnema og hlusta eftir lífi og öðru sem þar er að gerast.
Þann 17. apríl 2011 gekk á með suðvestan slyddjuélnum og blíðskaparveðri þess á milli. Fór ég niður í Sundahöfn og stakk hljóðnemunum niður fyrir sjávarborð. Þar sem ég var við enda bryggjunnar í þokkalegu skjóli frá ljósavélum skipa og ríkjandi vindátt, þá liðaðist þung undiralda úr Faxaflóanum upp að brimgarði þar rétt hjá.
Í þessari upptöku heyrist þegar aldan leggst að grjótinu í brimgarðinum og laus steinn vaggar í hleðslunni. Þá heyrast smellir frá rækjum og bláskeljum.
Í upphafi upptökunar heyrast drunur frá þyrlu sem flýgur yfir Viðey. Síðar kafar skarfur eða æðarfugl tvívegis eftir fæðu og róta í botninum.
Þeir vatnahljóðnemar sem þarna eru notaðir eru mjög næmir. Því heyrist því miður vindgnauðið frá hljóðnemasnúrum þegar hvöss él og vindhviður ganga yfir.
Það er ekki mjög greinilegt á þessari vefúgáfu, en á upprunalegu upptökunni heyrist greinilega þegar élin skella á haffletinum eins og á þak á skýli.
Grunnsuðið er að mestu leyti bundið við annan hljóðnemann sem því miður suðar heldur meira en hinn. Þá heryrist í ljósavél í skipi sem bundið var við Skarfabakka.
Það skal tekið fram að þetta er óvenju hljóðlát upptaka úr Sundahöfn. Undir yfirborði Sunahafnar er vejulega óbærilegur háfaið frá ljósavélum. Háfaðinn er síðan enn meiri frá skipsskrúfum skipa þegar skip koma og fara.
Mælt er með því að hlusta á upptökuna í góðum opnum heyrnartólum og á miðlungs- lágum hljóðstyrk.
Birds searching food.
This is a peaceful undersea recording. Soft but heavy waves are coming from the ocean falling on nearby breakwater.
Shortly after the recording start a helicopter fly over the recording place. All the time shrimps and shells make a “crack” or „sparking“ sound.
Not far away duck or cormorant are diving and searching food on the ocean floor. The birds do that several times during the session. Shortly after the first diving a hailstorm hit the recording place.
Almost in the end of the session, something fall inside in a nearby ships (ca 1 km away).
This recording was made with two Aquarian hydrophones attached with 2,5 meter long „mic bar“ to separate them from each other.
Some of the background noise is a wind when it is strokes the hydrophone cable and the boom. In distance a ship generator is running
This is unusual peaceful moment in Sundahöfn harbor. Normally is this terribly noisy place because of ships engines, generators and propellers.
Quality open headphones are recommended while listening at low to mid level.
Ekki er hægt að segja að veðrið hafi verið skemmtilegt það sem af er aprílmánuði. Kuldi, hávaðarok og leiðinda rigning eða éljagangur.
Einn versti dagurinn var líklega 10. apríl. Þá gerði hávaðaútsýning um allt land, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Margir urðu veðurtepptir víða um land. Útihús og þök fuku og tré brotnuðu í görðum, þar á meðal í garðinum mínum. Á meðan mest gekk á var ég víðs fjarri á ofboðslegu tertu- og kökuáti í fermingarveislu. Þegar heim var komið var garðurinn í rúst og veðrið gengið niður. En áfram gekk þó á með hvössum éljum svo það buldi á húsinu á meðan á því gekk. Ég setti því hljóðnema upp á háaloft þar sem greinilega mátti heyra það sem á þakið féll.
________________________________
Waiting for the spring.
Hail storm recorded in storage under a roof.
Recorder: Sound devices 552. 24bit/48khz
Mics: Rode NT1a (NOS 90°/30cm)
Pix: Canon 30D
Mario Castelnuovo-Tedesco (1895 – 1968) fæddist í Flórens og starfaði fyrri hluta starfsævinnar á Ítalíu sem tónskáld og píanóleikari. Hann var af gyðingaættum og flúði til Bandaríkjanna árið 1939 með konu sinni og tveimur ungum sonum. Hann settist að í Hollywood, starfaði fyrir MGM Studios og samdi tónlist við fjölda kvikmynda. Hann samdi einnig mikinn fjölda annarra verka, þ.á.m. sjö óperur og yfir 300 verk fyrir gítar, þar á meðal tvo gítarkonserta og einn konsert fyrir tvo gítara. Tedesco var einnig eftirsóttur kennari, kenndi meða annarra John Williams, Henry Mancini og André Previn. Sá síðastnefndi lét eitt sinn þau orð falla að til þess að fá verkefni í kvikmyndaverum Hollywoods væri nánast skylda að vera nemandi Castelnuovo-Tedesco.
Hér er á ferðinni annar þáttur af þremur úr gítarkonsert nr. 1, í D dúr, ópus 99 sem saminn var fyrri hluta árs 1939 fyrir Andrés Segovia. Þessi annar þáttur sem byggður er á stefjum ítalskra þjóðlaga, er saknaðarfull kveðja til fósturjarðarinnar. Þórarinn Sigurbersson spilar á gítar með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Oliver Kentish stjórnar. Tónleikarnir voru haldnir 13. febrúar 2011 í Seltjarnarneskirkju
Bæði Þórarinn og Oliver gáfu leyfi fyrir því að þetta færi á vefinn.
___________________________________
I am so lucky to be able to train my self recording a symphony orchestra several times a year.
On 13th February 2011 was the Amateur orchestra playing Guitar Concerto, Op. 99 by Mario Castelnuovo-Tedesco. Here is second episode; Andantino Romanza.
Guitar player is Þórarinn Sigurbergsson. Director Oliver Kentish
Recorder: Korg MR1000 1bit/5,644Mhz with two Sound devices 302 preamps
Mic: one pair SE4400 (MS setup for orchestra) and one pair SE1a (X/Y setup for guitar)
Pix: Nokia N82 – in local store Tónastöðin
Í vetur hef ég reglulega fóðrað fugla hverfisins með brauði og öðrum matarleifum.
Þann 18. mars 2011 gekk á með vestan útsynningi þar sem skiptist á með hvössum éljum, dúnmjúkri snjókomu, glaða sólskini og logni. Stillti ég upp hljóðnemum í um tveggja metra fjarlægð frá fóðurstað.
Fuglar sveimuðu í kring og sumir ætluðu að setjast í fóðrið en það var eins og eitthvað væri að. Ég fór því að fylgjast betur með atferli þeirra. Þeir virtust hræðast Blimp vindhlífina sem var utan um hljóðnemana. Hún líkist einna heilst feitum stórum gráum ketti. Það var því ekki furða þó styggð væri í fuglunum. Það tók einn og hálfan tíma þar til fyrsti fuglinn settist í fóðrið og aðrir fygldu á eftir. En margir þeirra höfðu athyglina á vindhlífinni fremur en á fóðrinu. Þeir ruku því upp hvað eftir annað í sínu taugastríði upp í trén. Á endanum tóku þeir þó vindhlífina í sátt. Brauðið var því fljótt að hverfa úr mjöllini.
Hér er á ferðinni upptaka sem mér hefur gengið erfiðlega að hljóðrita vegna hávaða frá bílaumferð. En þennan dag féll talsverður snjór í borginni sem deifði mjög mikið hávaðann frá umferðinni. Það heyrist því mun betur í vænjaþyti og tísti fuglanna. Þarna voru fuglar eins og starri, skógarþröstur og svartþröstur. Í fjarlægð má heyra í krumma og hundi. Síðari hluti þessarar upptöku verður birtur síðar. Þá hafði fuglum fjölgað umtalsvert.
______________________________________
Feeding Starlings, Redwings, and Blackbirds.
The weather was windy with some snowfall and sunny moments.
The birds was spooked around the Blimp windshield (it looks like big fat gray cat) so they fly up and down frequently during the recording session. The mics was placed about 2meters away from feeding place.
The traffic noise is much lower than usual because new falling snow.
You can hear wingflaps mostly from Starlings and Readwings. Also croaking Raven and a barking dog in next street.
During this session number of birds is growing fast. Later one I will publish the rest of whole session when about fifty birds was singing and flying around the recording place.
Recorder: Sound Divices 552, 24bit/96Khz
Mic: MS setup. Rode NT2a (fig.8 side mic) and Sennheiser ME64 (mid mic)
Pictures: Canon EOS 30D
Um hvítasunnu þann 24. maí 2010 fór ég vestur á Flateyri og auðvitað fóru upptökutækin með. Fáir fuglar voru á sveimi í firðinum, kalt í veðri, með norðan kalda yfir daginn svo hljóð frá fuglum bárust lítið um fjörðinn. Yfir blánóttina lægði. Mátti þá helst heyra í hópum máffugla úti á miðjum firði suður og austur af Flateyri.
Ýmislegt hefur gengið á í Önundarfirði. Flestum er í minni snjóflóðið á Flateyri 1995 þar sem 20 fórust. Einnig hafa orðið mannskæð sjóslys, eitt hið mesta árið 1812, þegar sjö bátar týndust í einum og sama róðri. Fórust með þeim um 50 manns sem skildu eftir sig 16 ekkjur í sveitinni. Svo undarlega hafði brugðið við, að bæði vikurnar á undan og eftir var algert aflaleysi í firðinum en daginn, sem bátarnir fórust var mokveiði og allir fylltu báta sína á skammri stundu. Þeir fórust, sem ekki köstuðu fisknum fyrir borð.
Í Önundarfirði eru fjórir bæir, allir með sama nafninu; Kirkjuból, og mun slíkt einsdæmi í nokkurri einstakri byggð á landinu.
Þennan vordag sem ég hljóðritaði reru örfáar trillur til fiskjar. Voru það helst útlendingar sem leigðu bátana fyrir sjóstangveiði. Heyra má í einum þessara báta á leið út á miðin í meðfylgjandi hljóðriti. Hljóðnemar voru staðsettir í fjörunni fremst á tanganum sunnan við fiskvinnsluhúsin á Flateyri.
_________________________________
Sound scape with waves at seashore, some birds and engine noise. A small fishing boat pass the recording place at Flateyri in Önundafjordur north-west of Iceland.
Flateyri is a village with a population of approximately 300, it is the largest settlement on Önundarfjörður.
Flateyri has been a trading post since 1792, and temporarily became a major whaling center in the 19th century.
In October 1995 an avalanche hit the village, destroying 29 homes and killing 20 people. Since then a deflecting dam has been built to protect the village from any further avalanches.
Recorder: Korg MR1000 24bit/96Khz
Mic: Sennheiser ME62, NOS setup, 40cm apart /90°
Pictures: Canon 30D and Nokia N82