Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Korg MR1000’

Sundahöfn við upptökustað

Fimmtudaginn 30. desember 2010 dýfði ég hljóðnemum í sjóinn í Sundahöfn. Ekki var við neinu merkilegu að búast. Þrjú skip voru í höfn, Wilson Brugge, Dettifoss og Goðafoss. Vélahljóð frá ljósavélum yfirgnæfði allt. Heyra mátti að dælur fóru í gang í skipunum og einstaka bank, líklega þegar einhverju var slegið utan í skipssíðuna. Í gegn um háfaðan má svo greina nokkra skelli sem liklega koma frá einhverri skel, hugsanlega kræklingi. Það var ekki fyrr en heim var komið og Spectrogram forrit hafði gert hljóðritið sýnilegt að það sást eitthvert undarlegt hljóð á 50Khz.
Þess skal getið, að börn með bestu heyrn ná líklega upp í 22Khz og miðaldra fólk yfirleitt ekki hærra en 14Khz. Þarna var því eitthvað sem var langt fyrir ofan heyranlega tíðni. Hljóðið var mjög reglulegt og aðeins bundið við afmarkaða tíðni eða á milli 48Khz til 51Khz. Var því óhugsandi að þetta kæmi frá einhverri skepnu. Það var því líklegt að einhver hefði gleymt að slökkva á dýptarmæli í þetta sinn. Miðað við stefnu virtist það koma frá Wilson Brugge.
Hljóðið var nokkuð áhugavert. Ég  ákvað því að nota tæknina til að gera hljóðið heyranlegt. Til þess þurfti að hreinsa út öll önnur hljóð og suð fyrir ofan og neðan 50 khz. Þá var tíðnin lækkuð með hraðabreyti þar til hljóðið var komið í 4khz. Við þetta lækkaði líka tifhraði hljóðsins svo nú heyrist tíst með löngu millibili í stað þess að vera u.þ.b. eitt á sekúndu.

_____________________________________

Undersea recording in Sundahöfn harbor.
Most of the audible sound was a noise from Motor Generators in the ships. When the recording was viewed in Spectrogram it was a notible 50kHz Echo Sounder signal.
Using pitch control the signal was downgraded to audible 4kHz. At the same time, all other sounds from ships engine and „digital sampling noise“ above 75kHz was erased.

Recorder: Korg MR1000  24bit/192khz
Mic: Aquarian H2a-XLR Hydrophone.
Pic: Canon 30D  (see more pictures and spectrogram)

Audible sound pollution in the Harbor.

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 4Mb )

Echo Sounder at 4kHz  (very slow activity).

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 5Mb )

Read Full Post »

Sú daufa hljóðmynd sem ég náði af nýliðnum áramótunum 2010 til 2011 varð til þess að ég fór að hugsa hvort minna hefði verið skotið af flugeldum nú en áður. Ekki átti ég upptöku af áramótunum 2007-2008. Þau ármót voru þau geggjuðustu sem ég hafði upplifað. Þá hvarf höfuðborgarsvæðið allt í eiturmóðu svo mér og eflaust öðrum lá við yfirliði. Mengunin var slík að ég náði ekki einu sinni nothæfum myndum frá þeim áramótum.
Áramótin 2009-2010 voru svo heldur rólegri.
Myndin hér að ofan er skjámynd úr hljóðvinnslu sem sýnir á myndrænan hátt samanburðinn á áramótum í um klukkutíma. Í efri steríó hljóðrásinni eru áramótin 2008-2009 og fyrir neðan er hljóðrásin frá síðustu áramótum 2010-2011.
Margt getur haft áhrif á að síðustu áramót hafi verið svona lágstemmd. Líklega þyrfti ekki annað til en að tveir til fjórir skotglaðir menn í hverfinu hafi verið að heiman þetta kvöld. Þá má líka vera að upptökurnar séu ekki alveg sambærilegar þar sem ekki var notast við sömu hljóðnema eða uppsetningu þeirra. Skráarsnið eru lika ólík.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum.

___________________________________

Comparison of fireworks during the new years eve 2008-2009 and 2010-2011.
Both recordings are made at the same time and at same place during midnight on the New Years Eve.
The picture above shows far more were shot by fireworks the year 2008-2009 (upper stereo tracks) than the year 2010-2011 (lower stereo track). Both tracks shows one hour sound files
Comparison is probably not entirely comparable since the use of various types of microphones. But it can be clearly heard several more explosions at 2008-2009.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.

2008-2009 sound track
Recorder: Korg MR1000 (DSD 1Bit/5,644Mhz)
Mic: Rode NT2000 ( 180° NOS setup, 40 cm apart )

Sækja mp3 skrá. (192kbps / 17,6Mb)

2010-2011 sound track. (Áramót 2010-2011)
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Rode NT45 ( Omni, 90 cm apart )
Picture: Canon EOS30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 10,5Mb)

Read Full Post »

Ísland er einn fárra staða í heiminum þar sem almenningur fær að leika sér með sprengiefni og flugelda að vild um áramót. Ekkert jafnaðist á við áramótin 2006, 2007 og 2008 en þau áramótin voru Reykvíkingar nærri búnir að drepa sig í baneitruðu efnaskýji sem myndaðist í logni og ofboðslegu skoteldafári. Loftgæðin voru heldur betri nú í ár, 2010-2011, enda mátti greinilega heyra að minna var um skotelda þetta árið en „góðærisárin“. Það fer þó tvennum stögum af því. Arnþór Helgason segir á sínu hljóðblogi að mikið hafi gengið á úti á Seltjarnarnesi. Það má lika greinilega heyra á hanns stórfína hljóðriti.
Það sem hér heyrist er tekið upp um miðnæti, þegar árið 2011 gékk í garð. Í hljóðvinnslu hækkaði ég í lægstu tíðni (20hz) til að draga fram kraftinn frá þungum en ótrúlega fáum sprengingum.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum. Skiptir þá engu hvort hljóðdæmin hér á netinu séu í takmörkuðum hljómgæðum.

___________________________________

New Year Eve in Reykjavik.
Iceland is one of the few places in the world where the public gets to play with explosives/fireworks some days. When it happens, especially during new years eve, then can be both great air- and noise pollution in Reykjavik.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Two Rode NT45 Omni 90 cm intervals
Picture: Canon 30D

Sækja  mp3 skrá.  (192kbps / 10,5Mb)

Read Full Post »

Helgi Hóseasson var þekktasti mótmælandi Íslands. Stóðu mótmæli hans allt frá árinu 1962 til dauðadags 6. september 2009. Síðustu árin stóð hann daglangt flesta daga á horni Langholtsvegar og Holtavegar með áletruð skilti sem oft vöktu eftirtekt en fáir skildu.
Þann 6. september 2010, ári frá andláti Helga, stóðu samtökin Vantrú og Facebook hópur að því að afhjúpa gangstéttarhellu. Var hún lögð á eitt þeirra götuhorna sem Helgi var vanur að standa við, á hornið á mótum Langholtsvegar og Holtavegar. Er þetta stutt hljóðritun frá þeirri athöfn.
Nú stefnir í að Stjórnlagaþing taki til starfa og er þá tilvalið að heiðra minningu Helga. Hann var ákafur fylgismaður aðskilnaðar ríkis og kirkju en það á stjórnlagaþing eftir að fjalla um.

_____________________________

Helgi Hóseasson (1919-2009) was Icelands most famous protester. One year after his dead, God skepticism Organization, neighbours and a Facebook group exposed a monument in memoriam of this great protester.
Recorder: Korg MR1000 192khz/24bit
Mic: Rode NT4
Picture:  Nokia, Olympus and Canon past years

Sækja mp3 skrá (192kbps / 7Mb)

Read Full Post »

Í byrjun nóvember kyngdi niður fyrsta snjónum á suðvestur horni landsins.  Það minnti mig óneitanlega á að veturinn væri rétt að ganga í garð. Það voru nákvæmlega átta mánuðir frá því ég síðast komst í tæri við snjó. Var það síðustu páska á Ísafirði.
Talsvert vetrarríki ríkti um alla Vestfirði en laugardaginn fyrir páska gerði langar stillur milli hríðarbylja. Gafst því ráðrúm til að skjótast út með upptökutækin í leit minni að vetrarþögn.
Í Dagverðardal rennur lækurinn Úlfsá sem oft á tíðum getur orðið skaðræðis á í leysingum á vorin. En þann 3. apríl voru engar leysingar. Lækurinn var því saklaus þar sem hann gægðist á stökum stað undan íshellunni og fyllti “ærandi” þögn með ákveðnum hljóðum á leið sinni til sjávar

______________________________

Úlfsá (wolf river) is a name of a small stream in the valley “Dagverdardalur” in the northwest of Iceland.
This sound image of this river was recorded 4th of April in cold but nice weather between blizzard storms. Another sound image was recorded day before Úlfsá in next valley. It is Föstudagurinn langi árið 2010 ( Good Friday 2010)
Recorder: Korg MR1000 24bit/192Khz
Mic: Sennheiser ME64 in Blimp. NOS setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá (192kbps / 16,4Mb)

Read Full Post »

Tvö ár eru liðin frá sýndargóðæri og bankahruni frjálshyggjumanna sem meirihluti þjóðarinnar kaus inn á þing hvað eftir annað. Á þessum tveimur árum sem liðin eru hefur vinstri stjórn átt í fullu fangi með að vinna úr afleiðingum hrunsins. Rúmlega helmingur alþingismanna er ófær um að taka á vandanum. Margir af þeim tóku virkan þátt í að knésetja samfélagið auk þess að vera í bullandi afneitun á því sem gerst hefur. Sama má segja um rúman helming þjóðarinnar.
Afleiðing hrunsins er niðurskurður á öllum sviðum sem fáir hafa skilning á.
Atvinnuleysi er orðið með því mesta sem mælst hefur á Íslandi eða álíka og í dæmigerðu vestrænu samfélagi,
Gríðarlega mikið sparifé hefur tapast, bæði hjá venjulegu fólki og bröskurum. Kaupmáttur hefur minnkað svo fólk verður að láta af fyrri neysluvenjum, sem reyndar fyrir hrun var orðin hjá mörgum hreinasta geggjun. Margir eru því í sárum eftir að hafa komist að því að sýndarheimur fyrri ára stefndi þeim aðeins að feigðarósi.
Skuldir fyrirtækja, heimila og einstaklinga hafa stökkbreyst svo að jafnvel verstu fjármálaafglapar hafa tekið eftir því að eitthvað fór úrskeiðis. Bæði stórir sem smáir skuldarar standa því frammi fyrir því að lenda í ævilöngu skuldafangelsi.
Fólk mætti af misjöfnum hvötum á Austurvöll 4. október 2010 til að mótmæla ástandinu við þingsetningu Alþingis. En segja má að flestir mótmælendur vildu að þingmenn hefðu átt að vera búnir að leysa vanda þjóðarinnar.
Hér er á ferðinni upptaka sem tekin var upp á einum fjölmennustu mótmælum Íslandssögunar, en talið er að u.þ.b. 8 þúsund manns hafi mætt á svæðið.
Upptakan hefst aftan og austan við Skólabrú 1. Gengið er þaðan inn í mannþröngina á Austurvelli til móts við Templarasund og í lok upptökunnar er gengin sama leið til baka. Tekið var upp á Korg MR1000 á 24bit/192khz. Notast er við Sennheiser MKE 2 Gold hljóðnema í Binaural uppsetningu.
Myndir frá þessum atburði voru teknar á Olympus Z4040 og Nokia N82
Fréttir frá atburðinum má sjá hér og hér og hér og hér.

Sækja mp3 skrá.  (192kpbs / 34Mb)

Read Full Post »

Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.

Sækja mp3 skrá (192kbps /  31,8Mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)

Read Full Post »

Ekkert jafnast á við það að liggja úti í náttúrunni og fá tækifæri til að hlusta á fuglana í þögn frá vélardrunum mannsins. Hljóðin hafa mikið breyst á ótrúlega fáum árum. Með hverju ári verður sífellt erfiðara að nálgast fuglahljóð í ómengaðri náttúru. Með sífellt meiri hávaða og loftmengun er mannskepnan ekki aðeins að breyta sínu nánasta umhverfi heldur líka búsvæðum annarra lífvera og loftslagi á allri jörðinni. Fyrr en síðar mun það því miður bitna mjög harkalega á öllum lífverum.
Friðland í Flóa er lítið dæmi um að til séu menn sem af veikum mætti vilja endurheimta votlendi og þau náttúrugæði sem þeim fylgja. Eru þá framræsluskurðir stíflaðir svo grunnvatn hækkar á svæðinu sem svo laðar að sér ýmsa fugla.
Þótt mesta fuglalífið hafi verið nær stöndinni þegar þetta var tekið upp, þann 24. júní, þá vantaði ekki fuglana á friðlandið. Það heyrist þó ekki mikið í þeim og þurfti talsverða mögnun til að ná þessari upptöku sem því miður kemur fram í talsverðu suði. Svo nokkuð sé nefnt þá má heyra í kindum, flugu, lómi, hettumávi, lóuþræl, spóa, álft og hrossagauk. Þá heyrist bíla- og flugumferð að vanda sem og ölduniði sem lemur suðurstöndina í fjögurra km fjarlægð aftan við hljóðnemana.
Í uppökunni heyrist vel í óþekktri andartegund sem ekki sást en virðist hafa komið ansi nálægt upptökustað. Þeir hlustendur sem telja sig vita hvaða fugl sé þar á ferð eru beðnir um að segja frá því hér.
Tekið var upp á Sennheiser ME62 hljóðnema sem vísað var í 90° til norðurs. Sound device 302 formagnara og Korg MR1000 í 24bit/192khz. Myndir voru teknar á Canon D30

Sækja mp3 skrá (192kbps / 35,6Mb)

Read Full Post »

Það er því miður fámennur hópur fólks sem gefið hefur sér tíma í hádeginu til að mæta niður á Hverfisgötu framan við greni AGS og mótmælt úreltum hagstjórnargjörningum þeirra. En þótt hópurinn sé fámennur þá er hann býsna hávær. Það er því ólíklegt að útsendarar AGS fái mikinn vinnufrið undir þeim hljóðum sem heyrast í meðfylgjandi hljóðriti en það var tekið upp 14. júlí 2010.
Notast var við Rode NT4 hljóðnema, Sound Device 305 formagnara og Korg MR1000. Tekið var upp í 24bit/96Khz. Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá.  (192kbps/13,3Mb)

Read Full Post »

Friðland fugla í FlóaÞað er ekki auðvelt að hljóðrita þögn og skila því frá sér svo einhver nenni að hlusta. En satt best að segja tókst mér það á dögunum undir húsvegg í friðlandinu í Flóa. Undir norðurhlið hússins hefur sauðfé greinilega skýlt sér gegn sunnan sudda eða frá heitum sólargeislum. Það er sauðfé eðlislægt að gera þarfir sínar þar sem það setndur. Því vantaði ekki sauðataðið undir húsvegg fuglaskoðunarhússins sem stendur í miðju fuglafriðlandinu.
Nýju taði fylgja flugur og á þeim var enginn skortur að þessu sinni. Flugnasuðið var svo gott sem það eina sem ég heyrði fyrir utan suðið í eigin höfði. Það kom því svolítið á óvart að hljóðritið skilaði talsvert meiru af hljóðum. Vissulega heyrist mikið grunnsuð, ekki aðeins frá tækjum heldur líka frá flugvélum og bílaumferð norðan og sunnan við upptökustaðin. Þá barst líka talsverður “hávaði” frá öldurótinu við ósa Ölfusár. Fyrir utan flugnasuðið heyrist auðvitað líka í fuglum þó það komi mest á óvart hversu vel það heyrist þar sem þeir virtust flestir vera víðs fjarri á meðan á upptöku stóð.
Önnur hljóð eru líklega þenslusmellir í húsinu, léttir smellir frá gluggaloku og einn þenlusmellur frá öðrum hljóðnemanum. Seinni hluta upptökunnar heyrist í bíl sem kemur að bílastæði friðlandsins og að lokum þegar fólkið úr þeim bíl kemur og stígur á pallinn sunnan við húsið.
Tekið var upp þann 24. júní 2010 milli kl 17 og 18 á Korg MR1000 í 24bit/192Khz og Sennheiser ME62 hljóðnema. Þeim var vísað til norðurs með 90° horni, u.þ.b. 60cm frá húsveggnum.
Myndin er tekin sama dag nærri upptökustað. Horft er til horðurs í átt að Hveragerði (sjá fleiri myndir).

Sækja mp3 skrá (192kbps / 33,4Mb)

Read Full Post »

« Newer Posts - Older Posts »